Enski boltinn

Blackburn heimsækir City í kvöld

Elvar Geir Magnússon skrifar
Stephen Ireland kemur aftur inn í leikmannahóp City en ólíklegt er að hann taki nærbuxnafagnið í kvöld.
Stephen Ireland kemur aftur inn í leikmannahóp City en ólíklegt er að hann taki nærbuxnafagnið í kvöld.

Einn leikur er í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Manchester City fær Blackburn í heimsókn og hefst leikurinn klukkan 19:45. Að sjálfsögðu er hann í beinni útsendingu á Sýn 2.

Með sigri getur City komist í fjórða sæti deildarinnar og upp fyrir Liverpool. Blackburn er hinsvegar í tíunda sætinu.

„Síðustu leikir hafa ekki farið vel og við erum ákveðnir í því að komast aftur á beinu brautina með sigri í kvöld," sagði Mark Hughes, knattspyrnustjóri Blackburn.

Sven Göran Eriksson, kollegi hans hjá City, segir komandi leiki mjög mikilvæga. „Í þessari törn gæti það ráðist hvort við munum vera að berjast við toppinn. Framundan eru leikir gegn Blackburn og Liverpool sem eru úrslitaleikir," sagði Eriksson.

Stephen Ireland snýr aftur í lið City eftir þriggja leikja bann. Michael Johnson er tæpur og Emile Mpenza en þó líklegt að hann spili.

Hjá Blackburn voru Robbie Savage, Stephen Warnock og Keith Treacy allir skildir eftir heima en þeir verða í banni. Christopher Samba kemur þó aftur inn í liðið eftir að hafa tekið út leikbann í síðasta leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×