Enski boltinn

Grant verður að kaupa

Elvar Geir Magnússon skrifar
Avram Grant hyggst kafa í sjóði Romans Abramovich í janúar.
Avram Grant hyggst kafa í sjóði Romans Abramovich í janúar.

Avram Grant, stjóri Chelsea, segir að hann verði að kaupa nýja leikmenn í janúar ef liðið ætlar að taka þátt í titilbaráttunni á Englandi.

Meiðsli hafa herjað á hóp hans sem sífellt verður þynnri.

Ricardo Carvalho og Ashley Cole eiga yfir höfði sér leikbönn eftir rauðu spjöldin í gær. Frank Lampard á við meiðsli að stríða og lykilmennirnir John Terry og Didier Drogba eru á meiðslalistanum einnig.

Drogba, John Obi Mikel, Michael Essien og Salomon Kalou taka líklega allir þátt í Afríkukeppninni á nýju ári.

„Ég var búinn að ákveða að nota félagaskiptagluggann en vegna ástand leikmannahópsins er ljóst að ég verð að nota hann meira en ég ætlaði. Þetta verður erfitt og krefjandi," sagði Grant.

Chelsea er sjö stigum á eftir toppliði Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×