Enski boltinn

Tveimur spjöldum áfrýjað

Elvar Geir Magnússon skrifar
Spjaldi Ashley Cole verður áfrýjað.
Spjaldi Ashley Cole verður áfrýjað.

Tveimur af þremur rauðum spjöldum sem veitt voru í viðureign Chelsea og Aston Villa í gær verður áfrýjað. Aston Villa hefur ákveðið að áfrýja rauða spjaldinu sem Zat Knight fékk og Chelsea ætlar að áfrýja rauða spjaldinu sem Ashley Cole fékk.

Knight var sendur af velli fyrir brot á Michael Ballack og Ashley Cole fyrir að hendi en í báðum tilfellum dæmdi Phil Dowd vítaspyrnu.

Martin O'Neill, knattspyrnustjóri Aston Villa, vill meina að Ballack hafi verið með leikaraskap og Cole segir boltann ekki hafa farið í hönd sína.

Enska knattspyrnusambandið mun skoða atvikin á morgun og þá kemur í ljós hvort leikmennirnir sleppi við þriggja leikja bönn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×