Enski boltinn

Ekkert stórmál

Elvar Geir Magnússon skrifar
Arsene Wenger er rólegur.
Arsene Wenger er rólegur.

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segist ekki missa svefn þó Manchester United sé búið að ýta hans mönnum niður í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

United rúllaði yfir Sunderland í gær en Arsenal gerði markalaust jafntefli gegn Portsmouth.

„Auðvitað vill maður helst vera á toppnum en þegar munurinn er eitt stig um þetta leyti er það ekkert stórmál. Við erum bara búnir að tapa einum leik svo það verður erfitt að sannfæra mig um að við séum í vandræðum," sagði Wenger.

„Þetta jafntefli var vissulega vonbrigði en alls ekki slæm úrslit. Við þurfum bara að einbeita okkur að frammistöðu okkar og leggja Everton í næsta leik. Þá er allt á réttu róli."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×