Innlent

Lögreglan rakti fótspor hjá leigubílaþrjóti

Tveir voru teknir fyrir ölvunarakstur í borginni í nótt. Einnig voru tvær minniháttar líkamsárásir.

Einn lenti í átökum við leigubílstjóra í Grafarvoginum eftir að hafa neitað að greiða fyrir bílinn. Hann flúði af vettvangi en náðist skömmu síðar. Þá var hann sestur í makindum upp í sófa heima hjá sér en lögreglan hafði rakið fótsporin hans í snjónum.

Einnig urðu minniháttar átök upp í Breiðholti í nótt. Einn var kærður fyrir brot á áfengislögum en hann var tekinn fyrir ölvun á almannafæri. Annars var nóttin róleg hjá lögreglunni og greinilegt að fólk var að hvíla sig fyrir átök kvöldsins.

Á suðurnesjum var einnig rólegt og var þá helst að fólk væri að kvarta yfir unglingum sem tóku forskot á sæluna í nótt og voru að skjóta upp rakettum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×