Innlent

Tekjur af flugvallargjöldum aukast um helming á tíu árum

MYND/Víkufréttir

Tekjur af flugvallagjöldum hafa aukist um nærri helming frá árinu 1997 til 2006 samkvæmt skýrslu samgönguráðherra um framkvæmd samgönguráætlunar 2006.

Tekjur af flugvallargjöldum námu tæplega 500 milljónum árið 1997 en í fyrra voru þær tæplega 990 milljónir króna. Bent er á í skýrslunni að auknar tekjur megi rekja til fjölgunar farþega í utanlandsflugi.

Gjaldskrá var breytt frá og með 1. október 2004 en þá var tekinn upp flugvallaskattur annars vegar sem allir farþegar greiða og varaflugvallagjald hins vegar sem einungis farþegar í millilandaflugi greiða. Námu tekjur af varaflugvallagjaldi í fyrra 516 milljónum eða meira en helmingi af tekjum þess árs.

Varaflugvallagjaldinu er ætlað að standa undir þeim viðbótarkostnaði sem af því hlýst að Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvellir sinni varaflugvallahlutverki sínu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×