Innlent

Ólafur Örn og Súsanna á meðal umsækjenda um starf ferðamálastjóra

Ólafur Örn Haraldsson
Ólafur Örn Haraldsson

Ólafur Örn Haraldsson, sem lét af störfum sem forstjóri Ratsjárstofnunnar fyrir skömmu, er á meðal fimmtíu umsækjenda um embætti ferðamálastjóra. Magnús Oddsson lætur af því embætti um áramótin eftir að hafa gegnt starfinu í fimmtán ár.

Það er samgönguráðuneytið sem auglýsir starfið. Ólafur Örn sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn áður en hann tók við forstjórastarfi hjá Ratsjárstofnun.

Þess má geta að rithöfundurinn Súsanna Svavarsdóttir er einnig á meðal umsækjenda um starf ferðamálastjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×