Skerðing vegna tekna maka afnumin Heimir Már Pétursson skrifar 5. desember 2007 18:35 Skerðing tryggingabóta aldraðra og öryrkja vegna tekna maka verður afnumin á næsta ári og frítekjumark þeirra hækkað úr 25 þúsund krónum í hundrað þúsund á næsta ári. Þetta er meðal aðgerða sem ríkisstjórnin kynnti í dag og kosta munu fimm milljarða króna á ári. Aðgerðirnar sem ríkisstjórnin grípur til nú eru sagðar í samræmi við niðurstöðu nefndar á vegum félagsmálaráðherra og í samvinnu við fulltrúa aldraðra og öryrkja. Frá og með 1. apríl á næsta ári hætta tryggingabætur fólks á aldrinum 67 til 70 ára og öryrkja að skerðast vegna tekna maka. Þá verður gripið til sérstakra aðgerða til að draga úr of- og vangreiðslum tryggingabóta, sem valdið hefur mörgum bótaþegum hugarangri. Forsætisráðherra segir þetta í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Geir H. Haarde forsætisráðherra segir þetta fyrsta skrefið í að uppfylla það sem ríkisstjórnin einsetti sér í stefnuyfirlýsingu sinni. Ekki væri hægt að gera allt strax en haldið yrði áfram út kjörtímabilið við að bæta hag þessara hópa. Að auki verða vasapeningar vistmanna stofnanna hækkaðir um 36 prósent og tryggt verður að elli - og örorkulífeyrisþegar fái a.m.k. 25 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði. Ríkisstjórnin boðar líka að skerðing lífeyrisgreiðslna vegna innlausnar séreigasparnaðar verði afnuminn frá 1. janúrar 2009. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir að með þessum aðgerðum sé stigið mikilvægt skref í að bæta hag aldraðra og öryrkja og mikilvægt að ná þessum áfanga fram við afgreiðslu fjárlaga nú. Aðgerðirnar kosta ríkissjóð 2,7 milljarða á næsta ári en samanlagt munu aðgerðir hennar vegna þessara hópa kosta um fimm milljarða á ári þar á eftir. Félagsmálaráðherra gerir síðan ráð fyrir að heildarendurskoðun almannatryggingalaga ljúki fyrir lok næsta árs. Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Sjá meira
Skerðing tryggingabóta aldraðra og öryrkja vegna tekna maka verður afnumin á næsta ári og frítekjumark þeirra hækkað úr 25 þúsund krónum í hundrað þúsund á næsta ári. Þetta er meðal aðgerða sem ríkisstjórnin kynnti í dag og kosta munu fimm milljarða króna á ári. Aðgerðirnar sem ríkisstjórnin grípur til nú eru sagðar í samræmi við niðurstöðu nefndar á vegum félagsmálaráðherra og í samvinnu við fulltrúa aldraðra og öryrkja. Frá og með 1. apríl á næsta ári hætta tryggingabætur fólks á aldrinum 67 til 70 ára og öryrkja að skerðast vegna tekna maka. Þá verður gripið til sérstakra aðgerða til að draga úr of- og vangreiðslum tryggingabóta, sem valdið hefur mörgum bótaþegum hugarangri. Forsætisráðherra segir þetta í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Geir H. Haarde forsætisráðherra segir þetta fyrsta skrefið í að uppfylla það sem ríkisstjórnin einsetti sér í stefnuyfirlýsingu sinni. Ekki væri hægt að gera allt strax en haldið yrði áfram út kjörtímabilið við að bæta hag þessara hópa. Að auki verða vasapeningar vistmanna stofnanna hækkaðir um 36 prósent og tryggt verður að elli - og örorkulífeyrisþegar fái a.m.k. 25 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði. Ríkisstjórnin boðar líka að skerðing lífeyrisgreiðslna vegna innlausnar séreigasparnaðar verði afnuminn frá 1. janúrar 2009. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir að með þessum aðgerðum sé stigið mikilvægt skref í að bæta hag aldraðra og öryrkja og mikilvægt að ná þessum áfanga fram við afgreiðslu fjárlaga nú. Aðgerðirnar kosta ríkissjóð 2,7 milljarða á næsta ári en samanlagt munu aðgerðir hennar vegna þessara hópa kosta um fimm milljarða á ári þar á eftir. Félagsmálaráðherra gerir síðan ráð fyrir að heildarendurskoðun almannatryggingalaga ljúki fyrir lok næsta árs.
Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Sjá meira