Skerðing vegna tekna maka afnumin Heimir Már Pétursson skrifar 5. desember 2007 18:35 Skerðing tryggingabóta aldraðra og öryrkja vegna tekna maka verður afnumin á næsta ári og frítekjumark þeirra hækkað úr 25 þúsund krónum í hundrað þúsund á næsta ári. Þetta er meðal aðgerða sem ríkisstjórnin kynnti í dag og kosta munu fimm milljarða króna á ári. Aðgerðirnar sem ríkisstjórnin grípur til nú eru sagðar í samræmi við niðurstöðu nefndar á vegum félagsmálaráðherra og í samvinnu við fulltrúa aldraðra og öryrkja. Frá og með 1. apríl á næsta ári hætta tryggingabætur fólks á aldrinum 67 til 70 ára og öryrkja að skerðast vegna tekna maka. Þá verður gripið til sérstakra aðgerða til að draga úr of- og vangreiðslum tryggingabóta, sem valdið hefur mörgum bótaþegum hugarangri. Forsætisráðherra segir þetta í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Geir H. Haarde forsætisráðherra segir þetta fyrsta skrefið í að uppfylla það sem ríkisstjórnin einsetti sér í stefnuyfirlýsingu sinni. Ekki væri hægt að gera allt strax en haldið yrði áfram út kjörtímabilið við að bæta hag þessara hópa. Að auki verða vasapeningar vistmanna stofnanna hækkaðir um 36 prósent og tryggt verður að elli - og örorkulífeyrisþegar fái a.m.k. 25 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði. Ríkisstjórnin boðar líka að skerðing lífeyrisgreiðslna vegna innlausnar séreigasparnaðar verði afnuminn frá 1. janúrar 2009. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir að með þessum aðgerðum sé stigið mikilvægt skref í að bæta hag aldraðra og öryrkja og mikilvægt að ná þessum áfanga fram við afgreiðslu fjárlaga nú. Aðgerðirnar kosta ríkissjóð 2,7 milljarða á næsta ári en samanlagt munu aðgerðir hennar vegna þessara hópa kosta um fimm milljarða á ári þar á eftir. Félagsmálaráðherra gerir síðan ráð fyrir að heildarendurskoðun almannatryggingalaga ljúki fyrir lok næsta árs. Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Fleiri fréttir „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Sjá meira
Skerðing tryggingabóta aldraðra og öryrkja vegna tekna maka verður afnumin á næsta ári og frítekjumark þeirra hækkað úr 25 þúsund krónum í hundrað þúsund á næsta ári. Þetta er meðal aðgerða sem ríkisstjórnin kynnti í dag og kosta munu fimm milljarða króna á ári. Aðgerðirnar sem ríkisstjórnin grípur til nú eru sagðar í samræmi við niðurstöðu nefndar á vegum félagsmálaráðherra og í samvinnu við fulltrúa aldraðra og öryrkja. Frá og með 1. apríl á næsta ári hætta tryggingabætur fólks á aldrinum 67 til 70 ára og öryrkja að skerðast vegna tekna maka. Þá verður gripið til sérstakra aðgerða til að draga úr of- og vangreiðslum tryggingabóta, sem valdið hefur mörgum bótaþegum hugarangri. Forsætisráðherra segir þetta í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Geir H. Haarde forsætisráðherra segir þetta fyrsta skrefið í að uppfylla það sem ríkisstjórnin einsetti sér í stefnuyfirlýsingu sinni. Ekki væri hægt að gera allt strax en haldið yrði áfram út kjörtímabilið við að bæta hag þessara hópa. Að auki verða vasapeningar vistmanna stofnanna hækkaðir um 36 prósent og tryggt verður að elli - og örorkulífeyrisþegar fái a.m.k. 25 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði. Ríkisstjórnin boðar líka að skerðing lífeyrisgreiðslna vegna innlausnar séreigasparnaðar verði afnuminn frá 1. janúrar 2009. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir að með þessum aðgerðum sé stigið mikilvægt skref í að bæta hag aldraðra og öryrkja og mikilvægt að ná þessum áfanga fram við afgreiðslu fjárlaga nú. Aðgerðirnar kosta ríkissjóð 2,7 milljarða á næsta ári en samanlagt munu aðgerðir hennar vegna þessara hópa kosta um fimm milljarða á ári þar á eftir. Félagsmálaráðherra gerir síðan ráð fyrir að heildarendurskoðun almannatryggingalaga ljúki fyrir lok næsta árs.
Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Fleiri fréttir „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Sjá meira