Varar við því að draga einfaldar ályktanir af PISA-könnun 5. desember 2007 11:21 MYND/GVA Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, varar við því að menn dragi einfaldar ályktanir af niðurstöðum nýrrar PISA-könnunar á námsárangri íslenskra grunnskólanema í samanburði við nemendur í öðrum löndum. Hann bindur vonir við að ný frumvörp um menntamál þjóðarinnar færi hlutina til betri vegar.Í samanburðarkönnun 57 landa sem birt var í gær kom í ljós að staða íslenskra grunnskólanema gagnvart jafnöldrum sínum hefði versnað á milli árannna 2000 og 2006. Þannig hefur lesskilningi íslenskra nemenda hrakað marktækt á tímabilinu og er Ísland fyrir neðan meðaltal OECD í náttúrurfræði.Ólafur segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart en segir að forðast beri að draga einfaldar ályktanir af þessari rannsókn. Það þýði ekki einungis að horfa á þessar samanburðarniðurstöður heldur verði að setja þær í samhengi við aðrar rannsóknir þegar leitað er skýringa á slökum árangri. „Þetta er samspil margra mjög flókinna þátta sem taka bæði til skólans og samfélagsins," segir Ólafur og nefnir meðal annars aga, kennslu, námsbækur og aðstæður á heimilinu, eins og hvatningu til náms, í því sambandi.Aðspurður hvernig niðurstöðurnar snúi að kennslu í landinu segir Ólafur: „Við höfum talað um það í áratugi að lengja kennaranám og nú á loks að fara að gera það. Menntamálaráðherra hefur lagt fram fjögur góð frumvörp sem gera kröfur um fimm ára háskólanám hjá kennurum," segir Ólafur og bendir á að Íslendingar séu með eina stystu kennaramenntun í vestrænum ríkum.Ólafur bendir á að Finnar, sem verið hafa meðal efstu þjóða í PISA-könnunum, hafi fyrstir þjóða gert fimm ára kennaramenntun að skyldu og hann geti ekki lokað augunum fyrir því að tengsl geti verið þarna á milli. Hann tekur þó skýrt fram að hann telji ekki að íslenskir kennarar standi sig illa en alltaf megi gera betur.Ólafur segir að Kennaraháskólinn hafi um nokkurt skeið undirbúið það að lengja kennaranám í fimm ár og hann telur ótvírætt að það muni skila betri árangri í skólum. Hann bendir þó á að breytingarnar taki tíma og því megi ekki búast við gjörbyltingu á næstu árum. „En það er ekki nóg að huga að grunnmenntun heldur þurfum við einnig að efla endurmenntun hjá starfandi kennurum," segir Ólafur enn fremur. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, varar við því að menn dragi einfaldar ályktanir af niðurstöðum nýrrar PISA-könnunar á námsárangri íslenskra grunnskólanema í samanburði við nemendur í öðrum löndum. Hann bindur vonir við að ný frumvörp um menntamál þjóðarinnar færi hlutina til betri vegar.Í samanburðarkönnun 57 landa sem birt var í gær kom í ljós að staða íslenskra grunnskólanema gagnvart jafnöldrum sínum hefði versnað á milli árannna 2000 og 2006. Þannig hefur lesskilningi íslenskra nemenda hrakað marktækt á tímabilinu og er Ísland fyrir neðan meðaltal OECD í náttúrurfræði.Ólafur segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart en segir að forðast beri að draga einfaldar ályktanir af þessari rannsókn. Það þýði ekki einungis að horfa á þessar samanburðarniðurstöður heldur verði að setja þær í samhengi við aðrar rannsóknir þegar leitað er skýringa á slökum árangri. „Þetta er samspil margra mjög flókinna þátta sem taka bæði til skólans og samfélagsins," segir Ólafur og nefnir meðal annars aga, kennslu, námsbækur og aðstæður á heimilinu, eins og hvatningu til náms, í því sambandi.Aðspurður hvernig niðurstöðurnar snúi að kennslu í landinu segir Ólafur: „Við höfum talað um það í áratugi að lengja kennaranám og nú á loks að fara að gera það. Menntamálaráðherra hefur lagt fram fjögur góð frumvörp sem gera kröfur um fimm ára háskólanám hjá kennurum," segir Ólafur og bendir á að Íslendingar séu með eina stystu kennaramenntun í vestrænum ríkum.Ólafur bendir á að Finnar, sem verið hafa meðal efstu þjóða í PISA-könnunum, hafi fyrstir þjóða gert fimm ára kennaramenntun að skyldu og hann geti ekki lokað augunum fyrir því að tengsl geti verið þarna á milli. Hann tekur þó skýrt fram að hann telji ekki að íslenskir kennarar standi sig illa en alltaf megi gera betur.Ólafur segir að Kennaraháskólinn hafi um nokkurt skeið undirbúið það að lengja kennaranám í fimm ár og hann telur ótvírætt að það muni skila betri árangri í skólum. Hann bendir þó á að breytingarnar taki tíma og því megi ekki búast við gjörbyltingu á næstu árum. „En það er ekki nóg að huga að grunnmenntun heldur þurfum við einnig að efla endurmenntun hjá starfandi kennurum," segir Ólafur enn fremur.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira