Innlent

Tvíburarar á jólaballi

Það var mikið um að vera á árlegu jólaballi Tvíburafélagsins sem haldið var í dag. Hátt í hundrað manns voru á ballinu þegar mest var. Tvíburafélagið fagnaði á þessu ári fimmtán ára afmæli og eru hundrað og fimmtíu fjölskyldur eru skráðar í félagið.

Dansað var í kringum jólatréð og svo leit Hurðarskellir við. Hann ákvað að færa börnunum ekki sætindi heldur heilsunammi eins og mandarínur og vakti það mikla lukku hjá börnunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×