Innlent

Bleiku leigubílarnir slógu í gegn

350 Leigubílar voru með bleik skilti í stað gulu hefðbundnu skiltanna.
350 Leigubílar voru með bleik skilti í stað gulu hefðbundnu skiltanna.

Mjög góður árangur var af samstarfi Krabbameinsfélagsins og Hreyfils-Bæjarleiða í október og nóvember um að safna fé til til bættrar tækni við leit að brjóstakrabbameini með kaupum á ómskoðunartæki. Samtals var safnað 4,3 milljónum króna, þar af seldust slaufur fyrir 2,7 milljónir króna. Ágóðinn var afhentur Krabbameinsfélaginu nýlega.

Um 350 leigubílar voru með bleik skilti á þakinu í stað hinna hefðbundnu gulu. Tilgangurinn var að vekja athygli á árveknisátaki um brjóstakrabbamein og safna fé til baráttunnar. Bílstjórarnir seldu málmmerki með Bleiku slaufunni og auk þess rann ákveðinn hluti af fargjaldinu til Krabbameinsfélagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×