Skrautleg saga húsanna sem brunnu 19. apríl 2007 19:15 MYND/Stöð 2 Húsin sem brunnu í hjarta borgarinnar í gær eiga sér skrautlega sögu. Þaðan var Íslandi stjórnað af Jörundi hundadagakonungi, þarna var fyrsta alvöru ljósmyndastofan, hífaður lögrelguþjónn lék undir dansi, prestnemar lærðu, ölvaðir hírðust í Svartholinu og tískumeðvitaðir Íslendingar keyptu sér föt. Nokkrar lóðir voru mældar upp um miðja 19. öld við Lækjargötu. Eftirsóttust var hornlóðin númer tvö - þar sem skíðlogaði í gær. Raunar er þetta fyrsta lóðin sem bæjarsjóður seldi. Það var Knudtzon kaupmaður sem keypti fyrir 60 ríkisdali og byggði síðan 1852 einlyft timburhús. Tuttugu árum síðar keypti það Sigfús Eymundsson sem byggði ofan á og rak þarna bókaverslun og fyrstu reglulegu ljósmyndastofuna. Mensa, mötuneyti stúdenta, var þarna á þriðja áratug síðustu aldar - á sama stað og undanfarið hefur verið rekinn veitingastaðurinn Ópera. Húsið þar sem Pravda og söluturninn Fröken Reykjavík brunnu í gær á sér ekki síðri sögu og er það fyrsta sem reist var við Austurstræti, árið 1801. Fjórum árum síðar keypti það Trampe greifi og stiftamtmaður. Þegar Jörundur hundadagakonungur rændi hér völdum árið 1809 hreiðraði hann um sig í þessu húsi og stjórnaði þaðan Íslandi eitt sumar á landinu bláa. Dómssalur Landsyfirréttarins var um tíma í vesturhlutanum en í austurhlutanum voru bæjarstjórnarfundir haldnir um langt skeið. Þarna bjuggu líka um tíma báðir lögregluþjónar bæjarins og 1828 var þar innréttuð fangageymsla, kölluð Svartholið, og þar fengu ölvaðir að sofa úr sér vímuna. Á þeim tíma stóð Hendrichsen lögregluþjónn fyrir dansleikjum í húsinu, svokölluðum píuböllum og lék víst sjálfur fyrir dansi á flautu, eigi alsgáður. Seinna var þarna Prestaskólinn og síðar Haraldarbúð. Þá muna margir tískuverslunina Karnabæ sem opnuð var þar 1973 en síðustu árin hafa þarna verið skemmtistaðir undir ýmsum nöfnum. Stórbruni við Lækjartorg Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Fleiri fréttir „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Sjá meira
Húsin sem brunnu í hjarta borgarinnar í gær eiga sér skrautlega sögu. Þaðan var Íslandi stjórnað af Jörundi hundadagakonungi, þarna var fyrsta alvöru ljósmyndastofan, hífaður lögrelguþjónn lék undir dansi, prestnemar lærðu, ölvaðir hírðust í Svartholinu og tískumeðvitaðir Íslendingar keyptu sér föt. Nokkrar lóðir voru mældar upp um miðja 19. öld við Lækjargötu. Eftirsóttust var hornlóðin númer tvö - þar sem skíðlogaði í gær. Raunar er þetta fyrsta lóðin sem bæjarsjóður seldi. Það var Knudtzon kaupmaður sem keypti fyrir 60 ríkisdali og byggði síðan 1852 einlyft timburhús. Tuttugu árum síðar keypti það Sigfús Eymundsson sem byggði ofan á og rak þarna bókaverslun og fyrstu reglulegu ljósmyndastofuna. Mensa, mötuneyti stúdenta, var þarna á þriðja áratug síðustu aldar - á sama stað og undanfarið hefur verið rekinn veitingastaðurinn Ópera. Húsið þar sem Pravda og söluturninn Fröken Reykjavík brunnu í gær á sér ekki síðri sögu og er það fyrsta sem reist var við Austurstræti, árið 1801. Fjórum árum síðar keypti það Trampe greifi og stiftamtmaður. Þegar Jörundur hundadagakonungur rændi hér völdum árið 1809 hreiðraði hann um sig í þessu húsi og stjórnaði þaðan Íslandi eitt sumar á landinu bláa. Dómssalur Landsyfirréttarins var um tíma í vesturhlutanum en í austurhlutanum voru bæjarstjórnarfundir haldnir um langt skeið. Þarna bjuggu líka um tíma báðir lögregluþjónar bæjarins og 1828 var þar innréttuð fangageymsla, kölluð Svartholið, og þar fengu ölvaðir að sofa úr sér vímuna. Á þeim tíma stóð Hendrichsen lögregluþjónn fyrir dansleikjum í húsinu, svokölluðum píuböllum og lék víst sjálfur fyrir dansi á flautu, eigi alsgáður. Seinna var þarna Prestaskólinn og síðar Haraldarbúð. Þá muna margir tískuverslunina Karnabæ sem opnuð var þar 1973 en síðustu árin hafa þarna verið skemmtistaðir undir ýmsum nöfnum.
Stórbruni við Lækjartorg Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Fleiri fréttir „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Sjá meira