Skrautleg saga húsanna sem brunnu 19. apríl 2007 19:15 MYND/Stöð 2 Húsin sem brunnu í hjarta borgarinnar í gær eiga sér skrautlega sögu. Þaðan var Íslandi stjórnað af Jörundi hundadagakonungi, þarna var fyrsta alvöru ljósmyndastofan, hífaður lögrelguþjónn lék undir dansi, prestnemar lærðu, ölvaðir hírðust í Svartholinu og tískumeðvitaðir Íslendingar keyptu sér föt. Nokkrar lóðir voru mældar upp um miðja 19. öld við Lækjargötu. Eftirsóttust var hornlóðin númer tvö - þar sem skíðlogaði í gær. Raunar er þetta fyrsta lóðin sem bæjarsjóður seldi. Það var Knudtzon kaupmaður sem keypti fyrir 60 ríkisdali og byggði síðan 1852 einlyft timburhús. Tuttugu árum síðar keypti það Sigfús Eymundsson sem byggði ofan á og rak þarna bókaverslun og fyrstu reglulegu ljósmyndastofuna. Mensa, mötuneyti stúdenta, var þarna á þriðja áratug síðustu aldar - á sama stað og undanfarið hefur verið rekinn veitingastaðurinn Ópera. Húsið þar sem Pravda og söluturninn Fröken Reykjavík brunnu í gær á sér ekki síðri sögu og er það fyrsta sem reist var við Austurstræti, árið 1801. Fjórum árum síðar keypti það Trampe greifi og stiftamtmaður. Þegar Jörundur hundadagakonungur rændi hér völdum árið 1809 hreiðraði hann um sig í þessu húsi og stjórnaði þaðan Íslandi eitt sumar á landinu bláa. Dómssalur Landsyfirréttarins var um tíma í vesturhlutanum en í austurhlutanum voru bæjarstjórnarfundir haldnir um langt skeið. Þarna bjuggu líka um tíma báðir lögregluþjónar bæjarins og 1828 var þar innréttuð fangageymsla, kölluð Svartholið, og þar fengu ölvaðir að sofa úr sér vímuna. Á þeim tíma stóð Hendrichsen lögregluþjónn fyrir dansleikjum í húsinu, svokölluðum píuböllum og lék víst sjálfur fyrir dansi á flautu, eigi alsgáður. Seinna var þarna Prestaskólinn og síðar Haraldarbúð. Þá muna margir tískuverslunina Karnabæ sem opnuð var þar 1973 en síðustu árin hafa þarna verið skemmtistaðir undir ýmsum nöfnum. Stórbruni við Lækjartorg Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Húsin sem brunnu í hjarta borgarinnar í gær eiga sér skrautlega sögu. Þaðan var Íslandi stjórnað af Jörundi hundadagakonungi, þarna var fyrsta alvöru ljósmyndastofan, hífaður lögrelguþjónn lék undir dansi, prestnemar lærðu, ölvaðir hírðust í Svartholinu og tískumeðvitaðir Íslendingar keyptu sér föt. Nokkrar lóðir voru mældar upp um miðja 19. öld við Lækjargötu. Eftirsóttust var hornlóðin númer tvö - þar sem skíðlogaði í gær. Raunar er þetta fyrsta lóðin sem bæjarsjóður seldi. Það var Knudtzon kaupmaður sem keypti fyrir 60 ríkisdali og byggði síðan 1852 einlyft timburhús. Tuttugu árum síðar keypti það Sigfús Eymundsson sem byggði ofan á og rak þarna bókaverslun og fyrstu reglulegu ljósmyndastofuna. Mensa, mötuneyti stúdenta, var þarna á þriðja áratug síðustu aldar - á sama stað og undanfarið hefur verið rekinn veitingastaðurinn Ópera. Húsið þar sem Pravda og söluturninn Fröken Reykjavík brunnu í gær á sér ekki síðri sögu og er það fyrsta sem reist var við Austurstræti, árið 1801. Fjórum árum síðar keypti það Trampe greifi og stiftamtmaður. Þegar Jörundur hundadagakonungur rændi hér völdum árið 1809 hreiðraði hann um sig í þessu húsi og stjórnaði þaðan Íslandi eitt sumar á landinu bláa. Dómssalur Landsyfirréttarins var um tíma í vesturhlutanum en í austurhlutanum voru bæjarstjórnarfundir haldnir um langt skeið. Þarna bjuggu líka um tíma báðir lögregluþjónar bæjarins og 1828 var þar innréttuð fangageymsla, kölluð Svartholið, og þar fengu ölvaðir að sofa úr sér vímuna. Á þeim tíma stóð Hendrichsen lögregluþjónn fyrir dansleikjum í húsinu, svokölluðum píuböllum og lék víst sjálfur fyrir dansi á flautu, eigi alsgáður. Seinna var þarna Prestaskólinn og síðar Haraldarbúð. Þá muna margir tískuverslunina Karnabæ sem opnuð var þar 1973 en síðustu árin hafa þarna verið skemmtistaðir undir ýmsum nöfnum.
Stórbruni við Lækjartorg Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira