Innlent

Segir ráðherra hafa framið lögbrot

Fjármálaráðherra framdi skýlaust lögbrot í Grímseyjarferjumálinu segir þingmaður í samgöngunefnd Alþingis.

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi og lögfræðingur er einn þeirra nefndarmanna samgöngunefndar alþingis sem telur best að fá nýtt skip og hætta við klastur Grímseyjarferju. Heimamenn eru ósáttir við burðargetu skipsins og óttast að veðurfarslega henti það ekki. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður samgöngunefndar, telur þó rétt að klára málið, ekki síst vegna þess mikla kostnaðar sem þegar hefur hlotist af.

Fram kom í samtölum heimamanna í Grímsey með samgöngunefnd í eynni í gær, að Grímseyingar telja sig ekki bera neina ábyrgð í klúðri sem málið er orðið. Ekki sé kröfum þeirra um að kenna. Höskuldur Þórhallsson stjórnarandstöðuþingmaður telur einsýnt að fjárrmálaráðherra Árni Mathiesen, beri mesta ábyrgð. Ráðherrann hafi beinlínis framið alvarlegt lögbrot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×