Kemur á óvart að verjandi Kompáslögmannsins tjái sig 19. september 2007 15:58 Kompás fjallaði um meintan barnaníðing í fyrsta þætti vetrarins. Ritstjórn Kompás segir að það komi verulega á óvart að verjandi lögmannsins sem var til umfjöllunar í Kompás í gær hafi sent frá sér yfirlýsingu vegna þáttarins. Í yfirlýsingunni tjái hann sig um efnisatriði sakamáls sem nú er fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Lögmaðurinn og umbjóðandi hans, hafi hafnað því að tjá sig við Kompás við vinnslu þáttarins. Hafi Einar Gautur meðal annars vísað til þess að sér væri ekki heimilt að tjá sig um efnisatriði þar sem þinghald í dómsmálinu væri lokað. Í yfirlýsingu frá ritstjórn Kompás segir „Einar Gautur fullyrðir að í Kompásþættinum sé gefið í skyn að ákæran gegn skjólstæðingi hans lúti að „einhverju verra" en fram komi í ákæruskjali og að „óviðurkvæmileg" orð séu notuð sem samrýmist ekki ákæruskjali. Því er til að svara að í Kompásþættinum var vitnað beint í ákæruskjalið sjálft og það sýnt. Þar er ekkert gefið annað í skyn en það sem fram kemur í ákæru. Aftur á móti leyfir Einar Gautur sér að túlka ákæruna með sérstöku orðavali og segir hana snúast um að skjólstæðingnum sé gefið að sök að „hafa haft ólögmætt frumkvæði að samskiptum við þrjár unglingsstúlkum". Vegna þessa orðalags er rétt að halda því til haga að skjólstæðingnum er gefið að sök að hafa tælt þrjár unglingsstúlkur til kynferðismaka og greitt þeim fyrir. Samkvæmt ákæruskjali komst umbjóðandinn í samband við stúlkurnar með blekkingum á netinu með því að þykjast vera 17 ára unglingur. Í bréfi Einars Gauts segir hann skjólstæðing sinn hafa átt í samskiptum við eina stúlkuna sem hafi verið með „eðlilegum hætti". Er þar væntanlega vísað til kynferðissambands sem umbjóðandinn, þá 59 ára, átti við fjórtán ára unglingsstúlku - samband sem hann hefur viðurkennt í bréfi til lögreglu og er það samband sagt hafa verið ".. með eindæmum innilegt og gott.." Þó að Einar Gautur minnist ekki á það í athugasemd sinni skal því einnig haldið til haga að skjólstæðingurinn er ákærður fyrir vörslu barnakláms en samkvæmt ákæruskjalinu fundust fjórar myndbandsspólur og 225 ljósmyndir sem sýna börn á kynferðislegan og klámfengin hátt í tölvum á vinnustað og heimili hans. Einar Gautur segir það dómgreindarleysi hjá Kompás að gefa í skyn að vandamál stúlknanna verði rakin til samskipta við umbjóðandann. Fullyrðir hann að fyrir liggi að þau vandamál eigi sér allt aðrar rætur. Það er mat forráðamanna unglingsstúlknanna að djúpstæð sálræn vandamál stúlknanna megi beint rekja til samskipta við skjólstæðinginn. Það mat sé meðal annars stutt af sérfræðingum. Kompás telur ásakanir um dómgreindarleysi og ósmekklegheit ekki svaraverð. Kompásþátturinn í gær fjallaði einfaldlega um þá staðreynd að lögmaður sem ákærður hefur verið fyrir kynferðisbrot gegn fjórum unglingsstúlkum, skuli á sama tíma, vera verjandi meintra barnaníðinga og vera viðstaddur yfirheyrslur og fá aðgang að trúnaðarskýrslum um brotaþola kynferðisofbeldis," segir í yfirlýsingunni. Undir yfirlýsinguna rita Jóhannes Kr. Kristjánsson ritstjóri og Kristinn Hrafnsson fréttamaður. Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Ritstjórn Kompás segir að það komi verulega á óvart að verjandi lögmannsins sem var til umfjöllunar í Kompás í gær hafi sent frá sér yfirlýsingu vegna þáttarins. Í yfirlýsingunni tjái hann sig um efnisatriði sakamáls sem nú er fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Lögmaðurinn og umbjóðandi hans, hafi hafnað því að tjá sig við Kompás við vinnslu þáttarins. Hafi Einar Gautur meðal annars vísað til þess að sér væri ekki heimilt að tjá sig um efnisatriði þar sem þinghald í dómsmálinu væri lokað. Í yfirlýsingu frá ritstjórn Kompás segir „Einar Gautur fullyrðir að í Kompásþættinum sé gefið í skyn að ákæran gegn skjólstæðingi hans lúti að „einhverju verra" en fram komi í ákæruskjali og að „óviðurkvæmileg" orð séu notuð sem samrýmist ekki ákæruskjali. Því er til að svara að í Kompásþættinum var vitnað beint í ákæruskjalið sjálft og það sýnt. Þar er ekkert gefið annað í skyn en það sem fram kemur í ákæru. Aftur á móti leyfir Einar Gautur sér að túlka ákæruna með sérstöku orðavali og segir hana snúast um að skjólstæðingnum sé gefið að sök að „hafa haft ólögmætt frumkvæði að samskiptum við þrjár unglingsstúlkum". Vegna þessa orðalags er rétt að halda því til haga að skjólstæðingnum er gefið að sök að hafa tælt þrjár unglingsstúlkur til kynferðismaka og greitt þeim fyrir. Samkvæmt ákæruskjali komst umbjóðandinn í samband við stúlkurnar með blekkingum á netinu með því að þykjast vera 17 ára unglingur. Í bréfi Einars Gauts segir hann skjólstæðing sinn hafa átt í samskiptum við eina stúlkuna sem hafi verið með „eðlilegum hætti". Er þar væntanlega vísað til kynferðissambands sem umbjóðandinn, þá 59 ára, átti við fjórtán ára unglingsstúlku - samband sem hann hefur viðurkennt í bréfi til lögreglu og er það samband sagt hafa verið ".. með eindæmum innilegt og gott.." Þó að Einar Gautur minnist ekki á það í athugasemd sinni skal því einnig haldið til haga að skjólstæðingurinn er ákærður fyrir vörslu barnakláms en samkvæmt ákæruskjalinu fundust fjórar myndbandsspólur og 225 ljósmyndir sem sýna börn á kynferðislegan og klámfengin hátt í tölvum á vinnustað og heimili hans. Einar Gautur segir það dómgreindarleysi hjá Kompás að gefa í skyn að vandamál stúlknanna verði rakin til samskipta við umbjóðandann. Fullyrðir hann að fyrir liggi að þau vandamál eigi sér allt aðrar rætur. Það er mat forráðamanna unglingsstúlknanna að djúpstæð sálræn vandamál stúlknanna megi beint rekja til samskipta við skjólstæðinginn. Það mat sé meðal annars stutt af sérfræðingum. Kompás telur ásakanir um dómgreindarleysi og ósmekklegheit ekki svaraverð. Kompásþátturinn í gær fjallaði einfaldlega um þá staðreynd að lögmaður sem ákærður hefur verið fyrir kynferðisbrot gegn fjórum unglingsstúlkum, skuli á sama tíma, vera verjandi meintra barnaníðinga og vera viðstaddur yfirheyrslur og fá aðgang að trúnaðarskýrslum um brotaþola kynferðisofbeldis," segir í yfirlýsingunni. Undir yfirlýsinguna rita Jóhannes Kr. Kristjánsson ritstjóri og Kristinn Hrafnsson fréttamaður.
Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira