Innlent

Ók á umferðarstólpa

Bifreið var ekið harkalega á steyptan umferðarstólpa á Reykjanesbrautinni rétt austan við Grindavíkurveg um eittleytið í gær og hentist bifreiðin yfir stólpann og hafnaði á hliðinni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum sakaði ökumann ekki við óhappið en bifreiðin var mikið skemmd og var fjarlægð af vettvangi með kranabifreið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×