Þórir ferðast um Ítalíu 9. mars 2007 06:30 Tónlistarmaðurinn Þórir Georg Jónsson er að vinna að sinni þriðju plötu. MYND/Anton Tónlistarmaðurinn Þórir ætlar í tónleikaferð um Ítalíu í apríl. Þar mun hann spila einsamall á níu tónleikum á níu dögum. „Það verður mjög gaman enda hef ég aldrei komið til Ítalíu,“ segir Þórir, sem er að vinna að sinni þriðju plötu sem er væntanleg í sumar. „Þetta gengur hægt og bítandi,“ segir hann um plötuna, sem hann tekur upp sjálfur. Að sögn Þóris er ekki að vænta mikilla breytinga frá fyrri plötum nema kannski að hljómurinn verður stærri en áður, með fleiri hljóðfærum. „Öll lögin eru útsett eins og fyrir hljómsveit. Það verða trommur, bassi, píanó, selló og allt mögulegt í þessum lögum. Þetta verður kannski líflegri plata en síðustu tvær,“ segir hann. Þórir spilar sjálfur á hljóðfærin á plötunni en á tónleikum fær hann aðstoð frá félögum sínum úr rokksveitinni Gavin Portland, Hildi Kristínu úr Rökkurró og Ólafi Arnalds. Spilaði hann með Ólafi á tónleikum í Þýskalandi í desember síðastliðinum. „Við spiluðum á fimm eða sex tónleikum. Það gekk ótrúlega vel og þeir voru vel sóttir.“ Gavin Portland, sem spilaði óvænt á tvennum tónleikum hér heima um síðustu helgi, er um þessar mundir að bóka tónleikaferðalag um Evrópu sem verður farið í júní. Vonast er til að fyrsta plata sveitarinnar, sem fékk fádæma góðar undirtektir fyrir síðustu jól, komi út erlendis áður en Evróputúrinn hefst. Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Reyndi við þrjár milljónir Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Lífið Fleiri fréttir Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Þórir ætlar í tónleikaferð um Ítalíu í apríl. Þar mun hann spila einsamall á níu tónleikum á níu dögum. „Það verður mjög gaman enda hef ég aldrei komið til Ítalíu,“ segir Þórir, sem er að vinna að sinni þriðju plötu sem er væntanleg í sumar. „Þetta gengur hægt og bítandi,“ segir hann um plötuna, sem hann tekur upp sjálfur. Að sögn Þóris er ekki að vænta mikilla breytinga frá fyrri plötum nema kannski að hljómurinn verður stærri en áður, með fleiri hljóðfærum. „Öll lögin eru útsett eins og fyrir hljómsveit. Það verða trommur, bassi, píanó, selló og allt mögulegt í þessum lögum. Þetta verður kannski líflegri plata en síðustu tvær,“ segir hann. Þórir spilar sjálfur á hljóðfærin á plötunni en á tónleikum fær hann aðstoð frá félögum sínum úr rokksveitinni Gavin Portland, Hildi Kristínu úr Rökkurró og Ólafi Arnalds. Spilaði hann með Ólafi á tónleikum í Þýskalandi í desember síðastliðinum. „Við spiluðum á fimm eða sex tónleikum. Það gekk ótrúlega vel og þeir voru vel sóttir.“ Gavin Portland, sem spilaði óvænt á tvennum tónleikum hér heima um síðustu helgi, er um þessar mundir að bóka tónleikaferðalag um Evrópu sem verður farið í júní. Vonast er til að fyrsta plata sveitarinnar, sem fékk fádæma góðar undirtektir fyrir síðustu jól, komi út erlendis áður en Evróputúrinn hefst.
Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Reyndi við þrjár milljónir Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Lífið Fleiri fréttir Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira