Jóhanna fer víða á kvennafrídegi 24. október 2007 11:31 Í tilefni af kvennafrídeginum í dag, 24. október, er dagskrá félagsmálaráðherra þétt skipuð. Vinnudagurinn hefst á viðtölum í ráðuneytinu þar sem ráðherra hittir meðal annars fulltrúa frjálsra félagasamtaka. Að því búnu heimsækir hún Stígamót og heldur þaðan til að flytja opnunarávarp á ráðstefnu í Keili á Reykjanesi sem ber yfirskriftina „Hvaðan kemur hræðslan við jafnrétti?". Ráðstefnan er haldin á vegum Háskóla Íslands í samstarfi við símenntunarmiðstöðvar, atvinnuþróunarfélög og tengslanet kvenna á landsbyggðinni og sent er út frá ráðstefnunni til annarra landshluta. Síðan mun Jóhanna ásamt forsætisráðherra vera við afhendingu á fimm styrkjum úr Jafnréttissjóði og kynningu á niðurstöðum og framgangi þeirra áhugaverðu verkefna sem hlutu styrk úr sjóðnum á síðastliðnu ári. Félagsmálaráðherra afhendir Jafnréttisviðurkenninguna árið 2007 síðdegis. Jóhanna lýkur svo kvennafrídeginum með því að ávarpa fund undir yfirskriftinni „Okkar hjartans mál" sem haldinn er á vegum Samfylkingarfélagsins í Reykjavík. Félagsmálaráðherra hvetur konur til að vera meðvitaðar um stöðu sína og standa saman við að koma á jafnrétti kvenna og karla. „Þau baráttuorð sem hljómuðu í útvarpi og kvenna á meðal 24. október 1975 eiga enn við í dag. Þessi dagur er í mínum huga afar mikilvægur, minnir okkur á hvar við stöndum í jafnréttismálum og hvetur okkur til þess að ræða hvert við viljum stefna í framtíðinni", segir Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra m.a. í tilkynningu á vefsíðu stjórnarráðsins. Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Í tilefni af kvennafrídeginum í dag, 24. október, er dagskrá félagsmálaráðherra þétt skipuð. Vinnudagurinn hefst á viðtölum í ráðuneytinu þar sem ráðherra hittir meðal annars fulltrúa frjálsra félagasamtaka. Að því búnu heimsækir hún Stígamót og heldur þaðan til að flytja opnunarávarp á ráðstefnu í Keili á Reykjanesi sem ber yfirskriftina „Hvaðan kemur hræðslan við jafnrétti?". Ráðstefnan er haldin á vegum Háskóla Íslands í samstarfi við símenntunarmiðstöðvar, atvinnuþróunarfélög og tengslanet kvenna á landsbyggðinni og sent er út frá ráðstefnunni til annarra landshluta. Síðan mun Jóhanna ásamt forsætisráðherra vera við afhendingu á fimm styrkjum úr Jafnréttissjóði og kynningu á niðurstöðum og framgangi þeirra áhugaverðu verkefna sem hlutu styrk úr sjóðnum á síðastliðnu ári. Félagsmálaráðherra afhendir Jafnréttisviðurkenninguna árið 2007 síðdegis. Jóhanna lýkur svo kvennafrídeginum með því að ávarpa fund undir yfirskriftinni „Okkar hjartans mál" sem haldinn er á vegum Samfylkingarfélagsins í Reykjavík. Félagsmálaráðherra hvetur konur til að vera meðvitaðar um stöðu sína og standa saman við að koma á jafnrétti kvenna og karla. „Þau baráttuorð sem hljómuðu í útvarpi og kvenna á meðal 24. október 1975 eiga enn við í dag. Þessi dagur er í mínum huga afar mikilvægur, minnir okkur á hvar við stöndum í jafnréttismálum og hvetur okkur til þess að ræða hvert við viljum stefna í framtíðinni", segir Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra m.a. í tilkynningu á vefsíðu stjórnarráðsins.
Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira