Enski boltinn

Allardyce: Barton hefur brugðist okkur

NordicPhotos/GettyImages

Sam Allardyce, stjóri Newcastle, segist vera afar vonsvikinn með miðjumanninn Joey Barton sem eyðir áramótunum í fangaklefa eftir að hafa verið kærður fyrir líkamsárás. Barton hefur verið iðinn við að koma sér í fréttirnar á röngum forsendum.

"Barton hefur brugðist mér, það er engin spurning, en við verðum að eiga við þetta mál í næði þegar við höfum tækifæri til þess. Ég er búinn að tala við hann en ég mun ekki gefa upp hvað fór okkar í milli. Við getum ekki verið að velta okkur upp úr þessum máli núna af því við höfum mikið að gera núna. Ég á eftir að ræða við stjórnarformanninn þegar þetta kemur betur í ljós, en í augnablikinu er ég fyrst og fremst gríðarlega vonsvikinn," sagði Allardyce í samtali við Daily Mirror.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×