Enski boltinn

Mörk gærdagsins í enska boltanum komin á Vísi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dimitar Berbatov skoraði fjögur mörk í gær.
Dimitar Berbatov skoraði fjögur mörk í gær. Nordic Photos / Getty Images

Í gær var skorað 31 mark í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og eru mörkin öll komin inn á Vísi.

Arsenal endurheimti toppsæti deildarinnar þökk sé 4-1 sigri á Everton á útivelli og 2-1 tapi Manchester United fyrir West Ham.

Ívar Ingimarsson skoraði eitt mark í ótrúlegum leik Tottenham og Reading sem lauk með 6-4 sigri fyrrnefnda liðsins.

Hægt er að sjá samantektir úr öllum leikjum gærdagsins með því að smella á „Brot úr leikjum" undir „VefTV" sem er hægra megin á íþróttavef Vísis.

20. umferð ensku úrvalsdeildarinnar klárast í dag með leikjum Derby og Blackburn sem hefst klukkan 13.30 annars vegar og Manchester City og Liverpool hins vegar en sá leikur hefst klukkan 16.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×