Enski boltinn

Newcastle slítur viðræðum við Cho

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cho Jae-jin í leik með suður-kóreska landsliðinu.
Cho Jae-jin í leik með suður-kóreska landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images

Talsmaður Newcastle greindi frá því í dag að félagið hefði slitið viðræðum við framherjann Cho Jae-jin frá Suður-Kóreu.

Cho er 26 ára gamall og leikur með Shinizu S-Pulse í japönsku úrvalsdeildinni.

„Félagið hefur átt í viðræðum við Cho og fulltrúa hans en hefur nú ákveðið að aðhafast ekkert frekar vegna málsins,“ sagði talsmaðurinn.

Cho hefur skorað átta mörk í 29 landsleikjum og hefur einnig verið orðaður við Fulham og West Ham. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×