Enski boltinn

Kaupir Liverpool varnarmann?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Varnarmennirnir Carragher og Hyypia.
Varnarmennirnir Carragher og Hyypia.

Liverpool gæti þurft að bæta við sig varnarmanni þegar félagaskiptaglugginn opnar. Finninn Sami Hyypia á við ökklameiðsli að stríða og veitir hinum danska Daniel Agger félagsskap á meiðslalistanum.

Rafa Benítez hefur því ekki um margt að velja. Hann gæti gefið hinum unga Jack Hobbs sæti í byrjunarliðinu eða fært Alvaro Arbeloa úr bakverðinum og í miðvörðinn.

Góðu fréttirnar fyrir Liverpool eru þær að Agger er byrjaður að æfa og ætti að geta snúið aftur fyrr en varir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×