Enski boltinn

Hetjan snýr aftur

Elvar Geir Magnússon skrifar
Tevez hefur slegið í gegn á Englandi.
Tevez hefur slegið í gegn á Englandi.

Matthew Upson er sannfærður um að argentínski sóknarmaðurinn Carlos Tevez muni fá frábærar móttökur á Upton Park um helgina. Tevez mætir þá með Manchester United á sinn gamla heimavöll.

Tevez fór á kostum með West Ham á síðustu leiktíð og átti stærstan þátt í því að liðinu tókst að halda sér í ensku úrvalsdeildinni með mögnuðum endaspretti.

„Hann einn náði að snúa gengi liðsins við á síðasta tímabili. Hann mun fá frábærar móttökur frá stuðningsmönnum sem elska hann eftir það sem hann gerði. Hann mun vera velkominn hvenær sem er," segir Upson.

Upson segir ótrúlegt hve fljótur Tevez var að aðlagast enska boltanum. „Hann er leikmaður sem gerir aðra betri. Það er hægt að læra margt með því að spila með honum og æfa," segir Upson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×