Enski boltinn

Michael Owen að snúa aftur

Elvar Geir Magnússon skrifar
Michael Owen ætti að vera mættur á bekkinn hjá Newcastle um helgina eða þann 2. janúar.
Michael Owen ætti að vera mættur á bekkinn hjá Newcastle um helgina eða þann 2. janúar.

Newcastle United hefur staðfest að Michael Owen muni snúa aftur eftir meiðsli áður en hátíðartörnin er á enda. Þessi 28 ára sóknarmaður hefur ekki leikið síðan hann meiddist í landsleik Englands og Austurríki þann 16. nóvember.

Sam Allardyce, stjóri Newcastle, segir að Owen geti verið kominn í leikmannahópinn í leik liðsins gegn Chelsea eða Manchester City. Newcastle heimsækir Chelsea á laugardag og fær City í heimsókn 2. janúar.

Áður ætlar Newcastle að koma á æfingaleik fyrir luktum dyrum til að sjá hvernig ástand hans er. Það verður kærkomið fyrir Newcastle að endurheimta Owen enda hefur liðinu gengið brösuglega á leiktíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×