Enski boltinn

Barton handtekinn

Elvar Geir Magnússon skrifar
Barton var handtekinn í gær.
Barton var handtekinn í gær.

Joey Barton, miðjumaður Newcastle, heldur áfram að koma sér í vandræði. Hann var handtekinn á fimmtudag eftir að hafa verið kærður fyrir líkamsárás í Liverpool borg.

Þrír aðilar voru handteknir vegna málsins, tveimur þeirra var sleppt en Joey Barton haldið eftir í gæsluvarðhaldi. Allir aðilarnir eiga að mæta fyrir dóm í dag föstudag.

Enn einu sinni kemst Barton í blöðin fyrir hegðun sína. Hann hefur meðal annars komist í fréttirnar fyrir að hafa drepið í vindli í auga á ungum leikmanni í jólaveislu Manchester City.

Þá var hann kærður af Ousmane Dabo, fyrrum félaga sínum hjá City, fyrir líkamsárás eftir að þeir lentu í áflogum á æfingasvæði félagsins í vor. Réttarhöld í því máli hefjast næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×