Enski boltinn

Lehmann til Dortmund?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Er Jens Lehmann á leið heim til Þýskalands í janúar?
Er Jens Lehmann á leið heim til Þýskalands í janúar?

Þýska liðið Borussia Dortmund vill ekki játa því né neita að það reyni að fá markvörðinn Jens Lehmann í janúar. Lehmann er fastur við tréverkið hjá Arsenal en samningur hans rennur út næsta sumar.

Taldar eru miklar líkur á því að Lehmann fari frá Arsenal þegar félagaskiptaglugginn opnar. Lið Wolfsburg hefur m.a. verið orðað við hann. Einnig hefur Bayern München verið nefnt en Oliver Kahn ætlar að hætta eftir tímabilið.

Roman Weidenfeller, markvörður Dortmund, er meiddur og verður frá í þrjá mánuði. Dortmund er því að skoða sín mál. Fréttir herma að Lehmann hafi þegar keypt sér hús í München.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×