Enski boltinn

Smith fyrirliði Newcastle

Elvar Geir Magnússon skrifar
Alan Smith er ansi fyrirliðalegur.
Alan Smith er ansi fyrirliðalegur.

Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Newcastle, segir að Alan Smith verði fyrirliði til frambúðar vegna fjarveru Geremi.

Smith var með fyrirliðabandið í síðasta leik og verður áfram með það þar sem Geremi er að fara í Afríkukeppnina.

„Alan Smith hefur sýnt óbilandi keppnisskap og verður áfram fyrirliði. Hann er með hugarfar sem margir aðrir leikmenn mættu taka sér til fyrirmyndar," segir Sam Allardyce, stjóri Newcastle.

Geremi hefur verið talsvert gagnrýndur á tímabilinu og telja margir að Smith muni verða áfram fyrirliði eftir að hann komi heim frá Afríkukeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×