Enski boltinn

Carvalho biðst afsökunar

Elvar Geir Magnússon skrifar
Carvalho segist ekki hafa ætlað að meiða Agbonlahor.
Carvalho segist ekki hafa ætlað að meiða Agbonlahor.

Ricardo Carvalho, varnarmaður Chelsea, hefur beðið Gabriel Agbonlahor afsökunar á tveggja fóta tæklingunni sem orsakaði það að Carvalho fékk rauða spjaldið. Atvikið gerðist í ótrúlegum 4-4 jafnteflisleik Chelsea og Aston Villa í gær.

„Ég hitti hann ekki eftir leikinn í gær og gat ekki beðið hann afsökunar í eigin persónu. Ég bað þó um að skilaboðum yrði komið til hans," segir Carvalho.

„Það var aldrei ætluninin að meiða hann. Ég vil ekki að fólk haldi að ég sé leikmaður sem reyni að slasa aðra leikmenn."

Að mati Avram Grant, knattspyrnustjóra Chelsea, var brottvikningin rangur dómur. „Hann fór í boltann," sagði Ísraelinn síkáti.

Alls fóru þrjú rauð spjöld á loft í leiknum í gær og þar af fékk Chelsea tvö. Félagið ætlar að áfrýja rauða spjaldinu sem Ashley Cole fékk undir blálok leiksins en dómarinn taldi Cole hafa bjargað á línu með hendi. Dæmd var vítaspyrna og úr henni skoraði Villa jöfnunarmarkið 4-4.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×