Enski boltinn

Ánægður með að fá King

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ledley King, 27 ára, er fyrirliði Tottenham.
Ledley King, 27 ára, er fyrirliði Tottenham.

Juande Ramos, knattspyrnustjóri Tottenham, er hæstánægður með að Ledley King sé orðinn leikfær. King lék í gær í vörn Tottenham þegar liðið lagði Fulham að velli 5-1.

King hefur verið lengi frá vegna meiðsla en síðasti leikur hans fyrir leikinn í gær var lokaleikur síðasta tímabils.

„Hann er ekki fullkomlega heill en við þurfum á honum að halda því við höfum ekki marga varnarmenn," sagði Ramos. Tottenham leikur gegn Reading um helgina og munu sjúkraþjálfarar úrskurða um hvort King sé tilbúinn að leika þá.

Tottenham hefur þurft að glíma við mikil meiðslavandræði í öftustu línu á þessu tímabili. Ricardo Rocha, Michael Dawson, Gareth Bale, Benoit Assou-Ekotto og Anthony Gardner hafa allir farið á meiðslalistann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×