Allt um leiki dagsins: United á toppinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. desember 2007 15:26 Leikmenn United fagna marki Ronaldo í dag. Nordic Photos / Getty Images Manchester United er komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar um stundarsakir að minnsta kosti eftir öruggan sigur á Sunderland. Arsenal getur svo endurheimt toppsætið þegar liðið mætir í heimsókn til Portsmouth klukkan 19.45 í kvöld. Liverpool var nálægt því að tapa tveimur stigum á útivelli gegn Derby en þökk sé síðbúnu marki Steven Gerrard fékk liðið öll þrjú stigin sem í boði voru. Birmingham, Everton og Wigan unnu svo góða sigra í dag. Wayne Rooney fagnar fyrsta marki United í dag.Nordic Photos / Getty Images Sunderland - Manchester United 0-4 0-1 Wayne Rooney (20.) 0-2 Louis Saha (30.) 0-3 Cristiano Ronaldo (45.) 0-4 Louis Saha (86.) Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Hinn 17 ára gamli Martyn Waghorn fékk sæti í byrjunarliði Sunderland í sínum fyrsta leik með aðalliði félagsins. Dickson Etuhu og Ross Wallace fengu einnig sæti í byrjunarliðinu en þeir Daryl Murphy, Grant Leadbitter og Andy Cole voru fjarri góðu gamni. Hjá United var Rio Ferdinand í liðinu á nýjan leik eftir að hafa jafnað sig á meiðslum en þeir John O'Shea, Darren Fletcher, Nani og Louis Saha fengu einnig tækifæri í dag. Ryan Giggs, Anderson og Danny Simpson fengu frí í dag en þeir Carlos Tevez og Patrice Evra voru á bekknum. Wayne Rooney skoraði fyrsta mark leiksins eftir laglegt og yfirvegað skot af um átján metra færi. Louis Saha bætti svo við öðru marki með skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf Rooney. Allt virtist þetta var einum of auðvelt fyrir United-menn og virtust lærisveinar Roy Keane eiga fá svör á reiðum höndum. Cristiano Ronaldo bætti svo um betur skömmu fyrir leikhlé þegar hann skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu. Craig Gordon átti ekki séns. Seinni hálfleikur var heldur tíðindalítill enda United búið að gera út um leikinn í fyrri hálfleik. Saha bætti þó við fjórða markinu úr vítaspyrnu eftir að brotið var á Nani. Fleiri mörk ekki skoruð og afar þægilegur sigur United-manna staðreynd. Mikael Forssell skoraði eitt mark fyrir Birmingham í dag. Hér reynir Robert Huth að halda aftur af honum.Nordic Photos / Getty Images Birmingham - Middlesbrough 3-0 1-0 Stewart Downing, sjálfsmark (22.) 2-0 Mikael Forssell (45.) 3-0 Gary McSheffrey, víti (90.) Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Mikael Forsell var í byrjunarliði Birmingham og lék við hlið Cameron Jerome í fremstu víglínu. Hjá Middlesbrough var Jonathan Woodgate klár í slaginn eftir smávægileg meiðsli en Gary O'Neill var ekki með vegna tognunar á lærvöðva. Fyrsta markið kom á 22. mínútu en Stewart Downing varð fyrir því óláni að stýra knettinum í eigið mark eftir aukaspyrnu Gary McSheffrey. Staðan því 1-0 fyrir heimamenn í Birmingham. Middlesbrough var þó með undirtökin í leiknum í fyrri hálfleik og komst nálægt því að jafna metin þegar að Stephen Kelly varði á línu eftir mistök Maik Taylor í markinu. Tuncay Sanli hefði svo átt að jafna metin þegar hann skallaði að marki en Maik Taylor var vel á verði. Undir lok hálfleiksins náði svo Birmingham hins vegar að bæta við forskotið með marki Forssell. Jerome fleytti boltanum áfram eftir hornspyrnu og Forssell skilaði honum í netið. Í seinni hálfleik komst Sebastian Larsson nálægt því að auka enn forystu Birmingham en skot hans af löngu færi fór naumlega framhjá marki Middlesbrough. Sanli komst svo nærri því öðru sinni að skora í leiknum en enn var Taylor vel á verði í marki Birmingham. Það gekk ekkert upp hjá Middlesbrough í dag en leikmenn Birmingham léku á als oddi og skoraði Gary McSheffrey þriðja og síðasta mark liðsins í dag úr vítaspyrnu á lokamínútu leiksins. Robert Huth þótti hafa brotið á McSheffrey innan vítateigs. Markaskorararnir Fernando Torres og James McEveley eigast við í leiknum í dag.Nordic Photos / Getty Images Derby - Liverpool 1-2 0-1 Fernando Torres (12.) 1-1 James McEveley (67.) 2-1 Steven Gerrard (90.) Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Stephen Bywater, markvörður Derby, meiddist í upphitun og fékk því Lewis Price tækifærið en þetta var hans fyrsti leikur með Derby. Fimm breytingar voru gerðar á liði Liverpool frá síðasta leik en þeir Steve Finnan, Andriy Voronin, Fabio Aurelio, Ryan Babel og Xabi Alonso voru allir í byrjunarliðinu í dag. Fernando Torres var einnig á sínum stað í byrjunarliðinu og skoraði fyrsta mark leiksins strax á 12. mínútu eftir frábært einstaklingsframtak. Derby varð svo fyrir öðru áfalli um miðbik hálfleiksins er Stephen Pearson þurfti að fara af velli eftir samstuð við Darren Moore, samherja sinn. Grunur leikur á að öxlin hafi farið úr lið. Staðan var 1-0 í hálfleik en leikmenn Derby voru staðráðnir í að gefast ekki upp. Þeir reyndu hvað þeir gátu til að sækja að marki Liverpool og uppskáru mark á 67. mínútu þegar James McEveley skilaði knettinum í netið. Boltonn barst inn á teig eftir aukaspyrnu og úr þvögunni barst hann fyrir fætur McEveley sem skoraði með ágætu skoti af stuttu færi. Bæði lið gerðu sitt besta til að skora sigurmark leiksins og kom Price í veg fyrir að Fabio Aurelio gerði einmitt það er hann varði vel frá honum seint í síðari hálfleik. Lokamínúturnar voru reyndar æsispennandi. Aftur varði Price vel frá Xabi Alonso og Fernando Torres fór illa með gott færi sem hann fékk. Giles Barnes fékk svo gullið tækifæri til að stela senunni en skalli hans af stuttu færi fór yfir mark Liverpool. Skömmu síðar átti Steven Gerrard skot í slána af 20 metra færi en honum brást ekki bogalistin á lokamínútu venjulegs leiktíma. Benayoon átti fyrirgjöf á Fernando Torres sem lét Price verja frá sér. Gerrard náði hins vegar frákastinu og skilaði knettinum í netið. Þetta reyndist vera sigurmark leiksins þrátt fyrir hetjulega baráttu Derby-manna. Phil Jagielka skýlir hér boltanum fyrir Nicolas Anelka.Nordic Photos / Getty Images Everton - Bolton 2-0 1-0 Phil Neville (51.) 2-0 Tim Cahill (70.) Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Mikel Arteta var í byrjunarliði Everton á nýjan leik eftir að hann hafði misst af síðasta leik liðsins vegna veikinda. Þá var Thomas Gravesen í byrjunarliði Everton í fyrsta sinn á leiktíðinni síðan hann var lánaður þangað frá Celtic. Tony Hibbert og Andrew Johnson voru hins vegar settir á bekkinn. Hjá Bolton var byrjunarliðið óbreytt frá sigurleiknum gegn Birmingham í síðasta leik. Helst bar til tíðinda í fyrri hálfleik að Yakubu náði að koma knettinum í mark Bolton en markið var dæmt af vegna rangstöðu. En markið sem Phil Neville skoraði í upphafi síðari hálfleiks fékk að standa. Hann gaf reyndar boltann fyrir markið en bæði Tim Cahill og Jussi Jaaskelainen reyndu að ná til boltans en án árangurs og hanfaði boltinn í netinu. Litlu mátti muna að Gavin McCann, varmaður í liði Bolton, jafnaði metin um miðbik síðari hálfleiksins en Joleon Lescott náði að verja á marklínu frá honum. Everton náði þess í stað að bæta öðru marki við forskotið sitt í leiknum og var Tim Cahill þar að verki að þessu sinni. Lescott átti fyrirgjöfina og skoraði Cahill með skoti úr miðjum vítateignum. Niðurstaðan því öruggur sigur Everton. Michael Brown og Geremi eigast hér við um knöttinn í dag.Nordic Photos / Getty Images Wigan - Newcastle 1-0 1-0 Ryan Taylor (65.) Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Heimamenn gerðu tvær breytingar á sínu byrjunarliði en Mario Melchiot kom inn fyrir Emmerson Boyce og Antoine Sibierski sömuleiðis fyrir Julius Aghahowa. Hjá Newcastle gerði Sam Allardyce fimm breytingar á sínu liði eftir leikinn skelfilega gegn Derby. Steven Taylor, Abdoulaye Faye, Geremi, Emre og Damien Duff fengu allir tækifærið í dag. Leikurinn var þó afar lítilfjörlegur í fyrri hálfleik og frá litlu sem engu hægt að segja. Í síðari hálfleik komst Mark Viduka nærri því að skora af löngu færi en Titus Bramble, fyrrum leikmaður Newcastle, náði að verja skot hans af marklínunni. Til að bæta gráu á svart tókst Wigan að ná forystunni skömmu síðar með frábæru skoti Ryan Taylor beint úr aukaspyrnu. Ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum og niðurstaðan því afar dýrmætur sigur Wigan-manna en enn eitt áfallið fyrir Sam Allardyce, stjóra Newcastle. Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sjá meira
Manchester United er komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar um stundarsakir að minnsta kosti eftir öruggan sigur á Sunderland. Arsenal getur svo endurheimt toppsætið þegar liðið mætir í heimsókn til Portsmouth klukkan 19.45 í kvöld. Liverpool var nálægt því að tapa tveimur stigum á útivelli gegn Derby en þökk sé síðbúnu marki Steven Gerrard fékk liðið öll þrjú stigin sem í boði voru. Birmingham, Everton og Wigan unnu svo góða sigra í dag. Wayne Rooney fagnar fyrsta marki United í dag.Nordic Photos / Getty Images Sunderland - Manchester United 0-4 0-1 Wayne Rooney (20.) 0-2 Louis Saha (30.) 0-3 Cristiano Ronaldo (45.) 0-4 Louis Saha (86.) Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Hinn 17 ára gamli Martyn Waghorn fékk sæti í byrjunarliði Sunderland í sínum fyrsta leik með aðalliði félagsins. Dickson Etuhu og Ross Wallace fengu einnig sæti í byrjunarliðinu en þeir Daryl Murphy, Grant Leadbitter og Andy Cole voru fjarri góðu gamni. Hjá United var Rio Ferdinand í liðinu á nýjan leik eftir að hafa jafnað sig á meiðslum en þeir John O'Shea, Darren Fletcher, Nani og Louis Saha fengu einnig tækifæri í dag. Ryan Giggs, Anderson og Danny Simpson fengu frí í dag en þeir Carlos Tevez og Patrice Evra voru á bekknum. Wayne Rooney skoraði fyrsta mark leiksins eftir laglegt og yfirvegað skot af um átján metra færi. Louis Saha bætti svo við öðru marki með skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf Rooney. Allt virtist þetta var einum of auðvelt fyrir United-menn og virtust lærisveinar Roy Keane eiga fá svör á reiðum höndum. Cristiano Ronaldo bætti svo um betur skömmu fyrir leikhlé þegar hann skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu. Craig Gordon átti ekki séns. Seinni hálfleikur var heldur tíðindalítill enda United búið að gera út um leikinn í fyrri hálfleik. Saha bætti þó við fjórða markinu úr vítaspyrnu eftir að brotið var á Nani. Fleiri mörk ekki skoruð og afar þægilegur sigur United-manna staðreynd. Mikael Forssell skoraði eitt mark fyrir Birmingham í dag. Hér reynir Robert Huth að halda aftur af honum.Nordic Photos / Getty Images Birmingham - Middlesbrough 3-0 1-0 Stewart Downing, sjálfsmark (22.) 2-0 Mikael Forssell (45.) 3-0 Gary McSheffrey, víti (90.) Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Mikael Forsell var í byrjunarliði Birmingham og lék við hlið Cameron Jerome í fremstu víglínu. Hjá Middlesbrough var Jonathan Woodgate klár í slaginn eftir smávægileg meiðsli en Gary O'Neill var ekki með vegna tognunar á lærvöðva. Fyrsta markið kom á 22. mínútu en Stewart Downing varð fyrir því óláni að stýra knettinum í eigið mark eftir aukaspyrnu Gary McSheffrey. Staðan því 1-0 fyrir heimamenn í Birmingham. Middlesbrough var þó með undirtökin í leiknum í fyrri hálfleik og komst nálægt því að jafna metin þegar að Stephen Kelly varði á línu eftir mistök Maik Taylor í markinu. Tuncay Sanli hefði svo átt að jafna metin þegar hann skallaði að marki en Maik Taylor var vel á verði. Undir lok hálfleiksins náði svo Birmingham hins vegar að bæta við forskotið með marki Forssell. Jerome fleytti boltanum áfram eftir hornspyrnu og Forssell skilaði honum í netið. Í seinni hálfleik komst Sebastian Larsson nálægt því að auka enn forystu Birmingham en skot hans af löngu færi fór naumlega framhjá marki Middlesbrough. Sanli komst svo nærri því öðru sinni að skora í leiknum en enn var Taylor vel á verði í marki Birmingham. Það gekk ekkert upp hjá Middlesbrough í dag en leikmenn Birmingham léku á als oddi og skoraði Gary McSheffrey þriðja og síðasta mark liðsins í dag úr vítaspyrnu á lokamínútu leiksins. Robert Huth þótti hafa brotið á McSheffrey innan vítateigs. Markaskorararnir Fernando Torres og James McEveley eigast við í leiknum í dag.Nordic Photos / Getty Images Derby - Liverpool 1-2 0-1 Fernando Torres (12.) 1-1 James McEveley (67.) 2-1 Steven Gerrard (90.) Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Stephen Bywater, markvörður Derby, meiddist í upphitun og fékk því Lewis Price tækifærið en þetta var hans fyrsti leikur með Derby. Fimm breytingar voru gerðar á liði Liverpool frá síðasta leik en þeir Steve Finnan, Andriy Voronin, Fabio Aurelio, Ryan Babel og Xabi Alonso voru allir í byrjunarliðinu í dag. Fernando Torres var einnig á sínum stað í byrjunarliðinu og skoraði fyrsta mark leiksins strax á 12. mínútu eftir frábært einstaklingsframtak. Derby varð svo fyrir öðru áfalli um miðbik hálfleiksins er Stephen Pearson þurfti að fara af velli eftir samstuð við Darren Moore, samherja sinn. Grunur leikur á að öxlin hafi farið úr lið. Staðan var 1-0 í hálfleik en leikmenn Derby voru staðráðnir í að gefast ekki upp. Þeir reyndu hvað þeir gátu til að sækja að marki Liverpool og uppskáru mark á 67. mínútu þegar James McEveley skilaði knettinum í netið. Boltonn barst inn á teig eftir aukaspyrnu og úr þvögunni barst hann fyrir fætur McEveley sem skoraði með ágætu skoti af stuttu færi. Bæði lið gerðu sitt besta til að skora sigurmark leiksins og kom Price í veg fyrir að Fabio Aurelio gerði einmitt það er hann varði vel frá honum seint í síðari hálfleik. Lokamínúturnar voru reyndar æsispennandi. Aftur varði Price vel frá Xabi Alonso og Fernando Torres fór illa með gott færi sem hann fékk. Giles Barnes fékk svo gullið tækifæri til að stela senunni en skalli hans af stuttu færi fór yfir mark Liverpool. Skömmu síðar átti Steven Gerrard skot í slána af 20 metra færi en honum brást ekki bogalistin á lokamínútu venjulegs leiktíma. Benayoon átti fyrirgjöf á Fernando Torres sem lét Price verja frá sér. Gerrard náði hins vegar frákastinu og skilaði knettinum í netið. Þetta reyndist vera sigurmark leiksins þrátt fyrir hetjulega baráttu Derby-manna. Phil Jagielka skýlir hér boltanum fyrir Nicolas Anelka.Nordic Photos / Getty Images Everton - Bolton 2-0 1-0 Phil Neville (51.) 2-0 Tim Cahill (70.) Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Mikel Arteta var í byrjunarliði Everton á nýjan leik eftir að hann hafði misst af síðasta leik liðsins vegna veikinda. Þá var Thomas Gravesen í byrjunarliði Everton í fyrsta sinn á leiktíðinni síðan hann var lánaður þangað frá Celtic. Tony Hibbert og Andrew Johnson voru hins vegar settir á bekkinn. Hjá Bolton var byrjunarliðið óbreytt frá sigurleiknum gegn Birmingham í síðasta leik. Helst bar til tíðinda í fyrri hálfleik að Yakubu náði að koma knettinum í mark Bolton en markið var dæmt af vegna rangstöðu. En markið sem Phil Neville skoraði í upphafi síðari hálfleiks fékk að standa. Hann gaf reyndar boltann fyrir markið en bæði Tim Cahill og Jussi Jaaskelainen reyndu að ná til boltans en án árangurs og hanfaði boltinn í netinu. Litlu mátti muna að Gavin McCann, varmaður í liði Bolton, jafnaði metin um miðbik síðari hálfleiksins en Joleon Lescott náði að verja á marklínu frá honum. Everton náði þess í stað að bæta öðru marki við forskotið sitt í leiknum og var Tim Cahill þar að verki að þessu sinni. Lescott átti fyrirgjöfina og skoraði Cahill með skoti úr miðjum vítateignum. Niðurstaðan því öruggur sigur Everton. Michael Brown og Geremi eigast hér við um knöttinn í dag.Nordic Photos / Getty Images Wigan - Newcastle 1-0 1-0 Ryan Taylor (65.) Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Heimamenn gerðu tvær breytingar á sínu byrjunarliði en Mario Melchiot kom inn fyrir Emmerson Boyce og Antoine Sibierski sömuleiðis fyrir Julius Aghahowa. Hjá Newcastle gerði Sam Allardyce fimm breytingar á sínu liði eftir leikinn skelfilega gegn Derby. Steven Taylor, Abdoulaye Faye, Geremi, Emre og Damien Duff fengu allir tækifærið í dag. Leikurinn var þó afar lítilfjörlegur í fyrri hálfleik og frá litlu sem engu hægt að segja. Í síðari hálfleik komst Mark Viduka nærri því að skora af löngu færi en Titus Bramble, fyrrum leikmaður Newcastle, náði að verja skot hans af marklínunni. Til að bæta gráu á svart tókst Wigan að ná forystunni skömmu síðar með frábæru skoti Ryan Taylor beint úr aukaspyrnu. Ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum og niðurstaðan því afar dýrmætur sigur Wigan-manna en enn eitt áfallið fyrir Sam Allardyce, stjóra Newcastle.
Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn