Enski boltinn

Elano er ekki á förum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Elano hefur farið á kostum.
Elano hefur farið á kostum.

Brasilíumaðurinn Elano hefur heldur betur slegið í gegn með Manchester City það sem af er leiktíðar. Nú er þegar farið að tala um að stærstu lið Evrópu vilji fá hann í sínar raðir og sögur segja að Ítalíumeistarar Inter séu ólmir í að krækja í leikmanninn.

Sven Göran Eriksson, knattspyrnustjóri City, blæs hinsvegar á allar kjaftasögur og segir að Elano sé ekki á förum. Hann blæs einnig til sóknar og segir að City muni styrkja sig enn frekar þegar félagaskiptaglugginn opnar um áramótin.

„Ég og Roberto Mancini, þjálfari Inter, erum mjög góðir vinur og ræðum málin reglulega. Ef að Inter vildi einn af okkar leikmönnum er ég viss um að ég væri búinn að heyra af því frá honum," sagði Eriksson.

Elano var keyptur til City síðasta sumar á átta milljónir punda frá Shaktar Donetsk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×