Fótbolti

Arnar lék allan leikinn með De Graafschap

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnar Þór í baráttu við Fernando Morientes í leik Spánar og Íslands á síðasta ári.
Arnar Þór í baráttu við Fernando Morientes í leik Spánar og Íslands á síðasta ári. Nordic Photos / AFP

Arnar Þór Viðarsson lék í kvöld allan leikinn í liði De Graafshcap sem vann góðan sigur á Willem II á útivelli í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld, 2-1.

Með sigrinum er De Graafschap komið í tíunda sæti deildarinnar með 22 stig eftir sextán leiki. Annað Íslendingalið, AZ Alkmaar, er í ellefta sæti með 21 stig en á tvo leiki til góða.

Willem II er á botni deildarinnar með níu stig en aðeins fjögur stig skilja að fjögur efstu liðin. Ajax er á toppnum með 31 stig, PSV með 30 og Feyenoord og Heerenvenn með 29 stig.

Heerenveen er reyndar einnig Íslendingalið en með því leikur Arnór Smárason. Hann hefur verið í leikmannahópi liðsins undanfarna tvo leiki og verður einnig í hópnum á morgun þegar liðið mætir Twente.

AZ á leik á sunnudaginn gegn Roda JC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×