Fótbolti

Landsliðsþjálfari Makedóníu framlengir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Katanec mætir á Laugardalsvöllinn með landsliði Makedóníu.
Katanec mætir á Laugardalsvöllinn með landsliði Makedóníu. Nordic Photos / Getty Images

Srecko Katanec hefur framlengt samning sinn við knattspyrnusamband Makedóníu og verður þjálfari landsliðsins fram yfir undankeppni HM 2010.

Þetta kom fram í fréttatilkynningu sambandsins í dag en Makedónía er með Íslandi í riðli í undankeppni HM 2010 ásamt Hollandi, Skotlandi og Noregi.

„Ég er mjög ánægður með að hann verður áfram því landsliðið hefur bætt sig töluvert undir hans stjórn," sagði Haralampie Hadziristeski, formaður sambandsins, í viðtali við Reuters.

Katanec er 44 ára Slóveni sem kom Slóveníu í úrslitakeppni EM 2000 er hann var þjálfari landsliðsins í heimalandi sínu. Hann tók við landsliði Makedóníu í febrúar árið 2006 og undir hans stjórn varð liðið í fimmta sæti í sínum riðli í undankeppni EM 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×