Enski boltinn

Lampard nálægt 100. markinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Frank Lampard er hér í leik gegn Bolton.
Frank Lampard er hér í leik gegn Bolton. Nordic Photos / Getty Images

Frank Lampard skoraði sitt 99. mark fyrir Chelsea gegn Liverpool í gær og stefnir nú að því að ná sínu 100. marki fyrir félagið.

Chelsea mætir Blackburn á útivelli á sunnudaginn. „Ég hlakka til að skora mitt 100. mark," sagði hann. „Það væri mikill áfangi fyrir mig ef ég myndi ná því á sex og hálfu tímabili," bætti Lampard við en hann gekk til liðs við Chelsea árið 2001.

„Ég hefði aldrei leyft mér að dreyma um þennan áfanga þegar ég kom til félagsins. Ég yrði mjög stoltur af því að vera í hópi með goðsögnum eins og Peter Osgood og Jimmy Greaves."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×