Enski boltinn

Varnarkrísa hjá Tottenham um jólin

Zokora er ekki varnarmaður, en hans verður fyrst og fremst saknað úr þeirri stöðu í næstu leikjum
Zokora er ekki varnarmaður, en hans verður fyrst og fremst saknað úr þeirri stöðu í næstu leikjum NordicPhotos/GettyImages

Áfrýjun Tottenham á brottvísun Didier Zokora í leiknum við Manchester City í bikarnum í fyrrakvöld hefur verið vísað frá af aganefnd enska knattspyrnusambandsins.

Zokora var rekinn í bað fyrir tveggja fóta tæklingu á Elano leiknum og þarf því að sitja af sér þriggja leikja bann. Zokora hefur verið að spila sem miðvörður með Tottenham undanfarið, en hann er að upplagi miðjumaður.

Þessi tíðindi eru ekki sérlega jákvæð fyrir Lundúnaliðið, því varnarmennirnir Michael Dawson, Ledley King, Gareth Bale, Ricardo Rocha, Anthony Gardner og Benoit Assou-Ekotto eru allir að glíma við meiðsli þessa dagana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×