Enski boltinn

Keane er ósammála Campbell

NordicPhotos/GettyImages

Robbie Keane, fyrirliði Tottenham, er ekki sammála fullyrðingum varnarmannsins Sol Campbell um að munnsöfnuður áhorfenda í ensku úrvalsdeildinni sé genginn fram úr hófi.

Campbell er orðinn svo leiður á svívirðingum áhorfenda að hann hringdi sjálfur inn til BBC til að tjá sig um málið. Keane er honum ósammála og segir lætin í áhorfendum einfaldlega hluta af leiknum.

"Ég veit ekki hvað fólk hefur verið að segja við Campbell, en ég fæ að heyra eitt og annað sjálfur og það þýðir ekkert að vera að taka það nærri sér. Þetta er hluti af leiknum og fólk meinar ekkert persónulegt með þessu gargi. Það segir bara eitt og annað í hita leiksins - alveg eins og við leikmenn. Ég á það til að svara áhorfendum en þó aðeins ef ég sé engin börn nálægt. Það er leiðinlegt ef áhorfendur og leikmenn eru að blóta fyrir framan börn," sagði Írinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×