Enski boltinn

Benitez ver Peter Crouch

NordicPhotos/GettyImages

Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur komið framherja sínum Peter Crouch til varnar eftir að hann var rekinn af velli með rautt spjald í bikarleiknum við Chelsea í gærkvöld.

Crouch fékk að líta beint rautt spjald fyrir glannalega tæklingu á John Obi Mikel, en þá hafði Chelsea þegar náð 1-0 forystu í leiknum. Benitez segir að Crouch hafi verið ögrað.

"Þessi ákvörðun dómarans gerði út um leikinn en Mikel reyndi tvisvar að sparka í Crouch. Það er ástæðan fyrir því að hann fór út af sporinu. Ef dómarinn hefði gripið inn í þetta fyrr - hefði Crouch aldrei verið rekinn af velli," sagði stjórinn.

"Það getur vel verið að þetta hafi átt að vera rautt spjald, en ég hef séð hættulegri tæklingar uppskera gult spjald eða jafnvel ekki neitt. Ég er vonsvikinn yfir tapinu því við vorum að spila ágætlega á meðan jafnt var í liðunum, en þeir eru með frábæran markvörð," sagði Benitez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×