Enski boltinn

Drogba: Ég gæti misst af Afríkukeppninni

NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn öflugi Didier Drogba hjá Chelsea viðurkennir að svo gæti farið að hann missti af Afríkukeppninni á næsta ári eftir hnéaðgerðina á dögunum.

Vonir stóðu til að Drogba næði jafnvel að spila einn leik með Chelsea áður en hann færi í Afríkukeppnina sem hefst í Gana þann 20. janúar, en í samtali við Sun viðurkenndi kappinn að ef til vill hefðu meiðslin verið alvarlegri en talið var í fyrstu.

"Ég hef ekki hugmynd um hvenær ég get spilað aftur, því enginn leikmaður færi í svona aðgerð ef meiðsli hans væru ekki alvarleg. Ég get ekki sagt hvenær ég sný aftur, en það kemur vel til greina að ég missi af Afríkukeppninni," sagði Fílstrendingurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×