Enski boltinn

Riise vill ekki fara frá Liverpool

NordicPhotos/GettyImages

Norski landsliðsmaðurinn John Arne Riise segist ekki vilja fara frá Liverpool þrátt fyrir orðróm um að spænska félagið Valencia hafi áhuga á að fá hann til sín í janúar.

"Ég verð hérna áfram," sagði Riise í samtali við TV2. "Sjáið bara leikina sem ég er að spila. Stjórinn myndi aldrei láta mig spila þessa leiki ef hann treysti mér ekki. Ég verð að spila betur og betur með hverjum leiknum og þá verður mér boðinn nýr samningur," sagði Norðmaðurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×