Enski boltinn

Óttast að heimamenn séu út úr myndinni

NordicPhotos/GettyImages

Alan Curbishley, stóri West Ham í ensku úrvalsdeildinni, segist óttast að Steve McClaren hafi verið síðasti Englendingurinn sem fær tækifæri til að þjálfa enska landsliðið.

"Það má vel vera að Steve McClaren með regnhlífina sína á leiknum gegn Króötum verði síðasta minning okkar um heimamann í starfi landsliðsþjálfara," sagði Curbishley í pistli sínum í Daily Express.

"Ég held það því miður. Ég held að Englendingur fái ekki tækifæri í þessu starfi aftur - knattspyrnusambandið er að sjá til þess. Ég held að stoltri hefði enskra þjálfara sé lokið," sagði Curbishley, sem vildi sjá Stuart Pearce í starfinu í nánustu framtíð.

"Ég held að það hefði verið fín hugmynd að þjálfa Stuart Pearce upp í starfið, en það virðist ekki koma til greina. Af hverju? Af því á meðan enskur þjálfari fær ekki tækifæri til að þjálfa eitt af toppliðunum þremur á Englandi - fær hann sannarlega ekki þá nauðsynlegu reynslu sem hann þarf fyrir landsliðið. Þá eru líka engir enskir þjálfarar í eldlínunni í Meistaradeildinni og því spyr maður hvernig þeir eigi að öðlast nauðsynlega reynslu til að komast að hjá landsliðinu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×