Fabio Capello - Heilræðavísur 17. desember 2007 16:28 Fabio Capello á ekki von á góðu ef marka má tíð forvera hans í starfinu NordicPhotos/GettyImages Almannatengslasérfræðingurinn Max Clifford skrifar í dag opið bréf til Fabio Capello þar sem varar landsliðsþjálfarann við því hvað bíði hans í starfinu. Bréfið birtist í breska blaðinu Times. "Kæri Fabio, Þú ert nú að fara inn á stríðssvæði og þú hefur enga hugmynd um hvernig líf þitt á eftir að breytast. Þið Gordon Brown (forsætisráðherra) eruð í tveimur erfiðustu störfunum í landinu. Sviðsljósið mun ekki fara af þér og verður á tíðum óþolandi. Allt sem þú tekur þér fyrir hendur mun verða í blöðunum. Þú verður mesti skúrkur í landinu ef þú vinnur ekki alla leiki á sannfærandi hátt. Þú getur hreinlega ekki unnið. Það eru hverfandi líkur á því að almenningur í Bretlandi muni ekki komast að hverju smáatriði í lífi þínu og vertu því viss um að ræða vel við fjölskylduna þína. Ertu viss um að þú vitir hvað þú ert að fara út í? Viltu enn þiggja starfið? Ertu viss? Hringdu í Sven Einn maður veit vel hvað þú ert að kalla yfir þig og það er Sven-Göran Eriksson. Snæddu með honum hádegisverð og biddu hann að segja þér á hverju þú átt von. Hann veit hvernig breska pressan vinnur og hann getur sagt þér hvernig bresku blöðin sneru vandamálum hans upp í stórslys á síðum sínum. Nei, annars. Ekki borða með honum. Talaðu frekar við hann í síma. Þú vilt ekki láta taka myndir af þér með Sven-Göran og láta þær birtast í blöðunum. Ekki læra ensku Það eina sem þú hefur út úr því að læra ensku er að koma þér í vandræði á blaðamannafundum. Haltu þig við spænsku og ítölsku. Ef þú gerir það, verður yfir þér dularfullur og gáfulegur blær. Keyptu þér samt kennslubók í ensku til öryggis, ef þú byrjar nú illa. Gættu þín Mennirnir sem réðu þig hjá knattspyrnusambandinu, gerðu það til að bjarga eigin skinni. Þeir urðu að ráða stórt nafn strax til að bjarga andlitinu og vilja umfram allt koma sviðsljósinu af sér og yfir á þig. Sættu þig við að þú ert aðeins peð í stóru valdatafli. Almannatengslafulltrúar enska knattspyrnusambandsins eiga ekki alltaf eftir að geta bjargað þér. Spurðu fulltrúana út í fólk eins og Fariu Alam, Ulriku Jonsson og Mark Palios ef þú vilt vita meira. Þú verður látinn róa ef sambandinu sýnist svo. Farðu út að borða Reyndu að bjóða eins mörgum fjölmiðlamönnum út að borða eins fljótt og þú getur. Það mun ekki tryggja að verði farið betur með þig í blöðunum, en það er þín eina von um að fá smá frið þegar þú ert farinn að þorna á bak við eyrun í starfinu. Láttu fara mjög lítið fyrir þér Ekki fara til San Lorenzo til að borða - gerðu það heima hjá þér. Farðu á listasöfn ef þér leiðist, en ekki gera það daginn eftir að England tapar leik. Þú getur látið lítið fyrir þér fara í London ef þú vilt. Gefðu af þér Ég sagði Steve McClaren að reyna að koma brosi aftur á vör ensku þjóðarinnar með því að styrkja gott málefni. Fótboltinn snýst einvörðungu um peninga, en ef þú sést gefa eitthvað til baka, er smá von um að þú fáir gálgafrest þegar fer að gefa á bátinn. Ekki lesa blöðin Breskir fjölmiðlar eru þegar farnir að velta sér upp úr einkalífi þínu og til verða bókasöfn um það innan skamms - góðar og slæmar. Þegar kemur að einhverju slæmu, heldur pressan ekki aftur af sér. Ef England hefði komist á EM, myndu ristjórarnir sitja á ljótustu sögunum til að trufla ekki liðið, en vegna klúðurs forvera þíns, geturðu farið að hlakka til að lesa skítinn um þig. Veiðitímabilið er byrjað. Vertu þú sjálfur Ekki reyna að vera eitthvað sem þú ert ekki. Ekki láta knattspyrnusambandið segja þér fyrir verkum. Þú ert með svo góða ferilskrá að þú ættir að fá að ráða ferðinni sjálfur. Ef þú gerir það, geturðu í það minnsta sagt að þú hafir verið samkvæmur sjálfum þér þegar þeir reyna að gera út af við þig. Búðu þig undir það versta Þú ert á hraðbraut til helvítis. England getur ekki neitt af því ensku leikmennirnir eru einfaldlega ekki nógu góðir til að keppa við þá bestu. Kveðja, Max" Enski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Almannatengslasérfræðingurinn Max Clifford skrifar í dag opið bréf til Fabio Capello þar sem varar landsliðsþjálfarann við því hvað bíði hans í starfinu. Bréfið birtist í breska blaðinu Times. "Kæri Fabio, Þú ert nú að fara inn á stríðssvæði og þú hefur enga hugmynd um hvernig líf þitt á eftir að breytast. Þið Gordon Brown (forsætisráðherra) eruð í tveimur erfiðustu störfunum í landinu. Sviðsljósið mun ekki fara af þér og verður á tíðum óþolandi. Allt sem þú tekur þér fyrir hendur mun verða í blöðunum. Þú verður mesti skúrkur í landinu ef þú vinnur ekki alla leiki á sannfærandi hátt. Þú getur hreinlega ekki unnið. Það eru hverfandi líkur á því að almenningur í Bretlandi muni ekki komast að hverju smáatriði í lífi þínu og vertu því viss um að ræða vel við fjölskylduna þína. Ertu viss um að þú vitir hvað þú ert að fara út í? Viltu enn þiggja starfið? Ertu viss? Hringdu í Sven Einn maður veit vel hvað þú ert að kalla yfir þig og það er Sven-Göran Eriksson. Snæddu með honum hádegisverð og biddu hann að segja þér á hverju þú átt von. Hann veit hvernig breska pressan vinnur og hann getur sagt þér hvernig bresku blöðin sneru vandamálum hans upp í stórslys á síðum sínum. Nei, annars. Ekki borða með honum. Talaðu frekar við hann í síma. Þú vilt ekki láta taka myndir af þér með Sven-Göran og láta þær birtast í blöðunum. Ekki læra ensku Það eina sem þú hefur út úr því að læra ensku er að koma þér í vandræði á blaðamannafundum. Haltu þig við spænsku og ítölsku. Ef þú gerir það, verður yfir þér dularfullur og gáfulegur blær. Keyptu þér samt kennslubók í ensku til öryggis, ef þú byrjar nú illa. Gættu þín Mennirnir sem réðu þig hjá knattspyrnusambandinu, gerðu það til að bjarga eigin skinni. Þeir urðu að ráða stórt nafn strax til að bjarga andlitinu og vilja umfram allt koma sviðsljósinu af sér og yfir á þig. Sættu þig við að þú ert aðeins peð í stóru valdatafli. Almannatengslafulltrúar enska knattspyrnusambandsins eiga ekki alltaf eftir að geta bjargað þér. Spurðu fulltrúana út í fólk eins og Fariu Alam, Ulriku Jonsson og Mark Palios ef þú vilt vita meira. Þú verður látinn róa ef sambandinu sýnist svo. Farðu út að borða Reyndu að bjóða eins mörgum fjölmiðlamönnum út að borða eins fljótt og þú getur. Það mun ekki tryggja að verði farið betur með þig í blöðunum, en það er þín eina von um að fá smá frið þegar þú ert farinn að þorna á bak við eyrun í starfinu. Láttu fara mjög lítið fyrir þér Ekki fara til San Lorenzo til að borða - gerðu það heima hjá þér. Farðu á listasöfn ef þér leiðist, en ekki gera það daginn eftir að England tapar leik. Þú getur látið lítið fyrir þér fara í London ef þú vilt. Gefðu af þér Ég sagði Steve McClaren að reyna að koma brosi aftur á vör ensku þjóðarinnar með því að styrkja gott málefni. Fótboltinn snýst einvörðungu um peninga, en ef þú sést gefa eitthvað til baka, er smá von um að þú fáir gálgafrest þegar fer að gefa á bátinn. Ekki lesa blöðin Breskir fjölmiðlar eru þegar farnir að velta sér upp úr einkalífi þínu og til verða bókasöfn um það innan skamms - góðar og slæmar. Þegar kemur að einhverju slæmu, heldur pressan ekki aftur af sér. Ef England hefði komist á EM, myndu ristjórarnir sitja á ljótustu sögunum til að trufla ekki liðið, en vegna klúðurs forvera þíns, geturðu farið að hlakka til að lesa skítinn um þig. Veiðitímabilið er byrjað. Vertu þú sjálfur Ekki reyna að vera eitthvað sem þú ert ekki. Ekki láta knattspyrnusambandið segja þér fyrir verkum. Þú ert með svo góða ferilskrá að þú ættir að fá að ráða ferðinni sjálfur. Ef þú gerir það, geturðu í það minnsta sagt að þú hafir verið samkvæmur sjálfum þér þegar þeir reyna að gera út af við þig. Búðu þig undir það versta Þú ert á hraðbraut til helvítis. England getur ekki neitt af því ensku leikmennirnir eru einfaldlega ekki nógu góðir til að keppa við þá bestu. Kveðja, Max"
Enski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira