Fabio Capello - Heilræðavísur 17. desember 2007 16:28 Fabio Capello á ekki von á góðu ef marka má tíð forvera hans í starfinu NordicPhotos/GettyImages Almannatengslasérfræðingurinn Max Clifford skrifar í dag opið bréf til Fabio Capello þar sem varar landsliðsþjálfarann við því hvað bíði hans í starfinu. Bréfið birtist í breska blaðinu Times. "Kæri Fabio, Þú ert nú að fara inn á stríðssvæði og þú hefur enga hugmynd um hvernig líf þitt á eftir að breytast. Þið Gordon Brown (forsætisráðherra) eruð í tveimur erfiðustu störfunum í landinu. Sviðsljósið mun ekki fara af þér og verður á tíðum óþolandi. Allt sem þú tekur þér fyrir hendur mun verða í blöðunum. Þú verður mesti skúrkur í landinu ef þú vinnur ekki alla leiki á sannfærandi hátt. Þú getur hreinlega ekki unnið. Það eru hverfandi líkur á því að almenningur í Bretlandi muni ekki komast að hverju smáatriði í lífi þínu og vertu því viss um að ræða vel við fjölskylduna þína. Ertu viss um að þú vitir hvað þú ert að fara út í? Viltu enn þiggja starfið? Ertu viss? Hringdu í Sven Einn maður veit vel hvað þú ert að kalla yfir þig og það er Sven-Göran Eriksson. Snæddu með honum hádegisverð og biddu hann að segja þér á hverju þú átt von. Hann veit hvernig breska pressan vinnur og hann getur sagt þér hvernig bresku blöðin sneru vandamálum hans upp í stórslys á síðum sínum. Nei, annars. Ekki borða með honum. Talaðu frekar við hann í síma. Þú vilt ekki láta taka myndir af þér með Sven-Göran og láta þær birtast í blöðunum. Ekki læra ensku Það eina sem þú hefur út úr því að læra ensku er að koma þér í vandræði á blaðamannafundum. Haltu þig við spænsku og ítölsku. Ef þú gerir það, verður yfir þér dularfullur og gáfulegur blær. Keyptu þér samt kennslubók í ensku til öryggis, ef þú byrjar nú illa. Gættu þín Mennirnir sem réðu þig hjá knattspyrnusambandinu, gerðu það til að bjarga eigin skinni. Þeir urðu að ráða stórt nafn strax til að bjarga andlitinu og vilja umfram allt koma sviðsljósinu af sér og yfir á þig. Sættu þig við að þú ert aðeins peð í stóru valdatafli. Almannatengslafulltrúar enska knattspyrnusambandsins eiga ekki alltaf eftir að geta bjargað þér. Spurðu fulltrúana út í fólk eins og Fariu Alam, Ulriku Jonsson og Mark Palios ef þú vilt vita meira. Þú verður látinn róa ef sambandinu sýnist svo. Farðu út að borða Reyndu að bjóða eins mörgum fjölmiðlamönnum út að borða eins fljótt og þú getur. Það mun ekki tryggja að verði farið betur með þig í blöðunum, en það er þín eina von um að fá smá frið þegar þú ert farinn að þorna á bak við eyrun í starfinu. Láttu fara mjög lítið fyrir þér Ekki fara til San Lorenzo til að borða - gerðu það heima hjá þér. Farðu á listasöfn ef þér leiðist, en ekki gera það daginn eftir að England tapar leik. Þú getur látið lítið fyrir þér fara í London ef þú vilt. Gefðu af þér Ég sagði Steve McClaren að reyna að koma brosi aftur á vör ensku þjóðarinnar með því að styrkja gott málefni. Fótboltinn snýst einvörðungu um peninga, en ef þú sést gefa eitthvað til baka, er smá von um að þú fáir gálgafrest þegar fer að gefa á bátinn. Ekki lesa blöðin Breskir fjölmiðlar eru þegar farnir að velta sér upp úr einkalífi þínu og til verða bókasöfn um það innan skamms - góðar og slæmar. Þegar kemur að einhverju slæmu, heldur pressan ekki aftur af sér. Ef England hefði komist á EM, myndu ristjórarnir sitja á ljótustu sögunum til að trufla ekki liðið, en vegna klúðurs forvera þíns, geturðu farið að hlakka til að lesa skítinn um þig. Veiðitímabilið er byrjað. Vertu þú sjálfur Ekki reyna að vera eitthvað sem þú ert ekki. Ekki láta knattspyrnusambandið segja þér fyrir verkum. Þú ert með svo góða ferilskrá að þú ættir að fá að ráða ferðinni sjálfur. Ef þú gerir það, geturðu í það minnsta sagt að þú hafir verið samkvæmur sjálfum þér þegar þeir reyna að gera út af við þig. Búðu þig undir það versta Þú ert á hraðbraut til helvítis. England getur ekki neitt af því ensku leikmennirnir eru einfaldlega ekki nógu góðir til að keppa við þá bestu. Kveðja, Max" Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira
Almannatengslasérfræðingurinn Max Clifford skrifar í dag opið bréf til Fabio Capello þar sem varar landsliðsþjálfarann við því hvað bíði hans í starfinu. Bréfið birtist í breska blaðinu Times. "Kæri Fabio, Þú ert nú að fara inn á stríðssvæði og þú hefur enga hugmynd um hvernig líf þitt á eftir að breytast. Þið Gordon Brown (forsætisráðherra) eruð í tveimur erfiðustu störfunum í landinu. Sviðsljósið mun ekki fara af þér og verður á tíðum óþolandi. Allt sem þú tekur þér fyrir hendur mun verða í blöðunum. Þú verður mesti skúrkur í landinu ef þú vinnur ekki alla leiki á sannfærandi hátt. Þú getur hreinlega ekki unnið. Það eru hverfandi líkur á því að almenningur í Bretlandi muni ekki komast að hverju smáatriði í lífi þínu og vertu því viss um að ræða vel við fjölskylduna þína. Ertu viss um að þú vitir hvað þú ert að fara út í? Viltu enn þiggja starfið? Ertu viss? Hringdu í Sven Einn maður veit vel hvað þú ert að kalla yfir þig og það er Sven-Göran Eriksson. Snæddu með honum hádegisverð og biddu hann að segja þér á hverju þú átt von. Hann veit hvernig breska pressan vinnur og hann getur sagt þér hvernig bresku blöðin sneru vandamálum hans upp í stórslys á síðum sínum. Nei, annars. Ekki borða með honum. Talaðu frekar við hann í síma. Þú vilt ekki láta taka myndir af þér með Sven-Göran og láta þær birtast í blöðunum. Ekki læra ensku Það eina sem þú hefur út úr því að læra ensku er að koma þér í vandræði á blaðamannafundum. Haltu þig við spænsku og ítölsku. Ef þú gerir það, verður yfir þér dularfullur og gáfulegur blær. Keyptu þér samt kennslubók í ensku til öryggis, ef þú byrjar nú illa. Gættu þín Mennirnir sem réðu þig hjá knattspyrnusambandinu, gerðu það til að bjarga eigin skinni. Þeir urðu að ráða stórt nafn strax til að bjarga andlitinu og vilja umfram allt koma sviðsljósinu af sér og yfir á þig. Sættu þig við að þú ert aðeins peð í stóru valdatafli. Almannatengslafulltrúar enska knattspyrnusambandsins eiga ekki alltaf eftir að geta bjargað þér. Spurðu fulltrúana út í fólk eins og Fariu Alam, Ulriku Jonsson og Mark Palios ef þú vilt vita meira. Þú verður látinn róa ef sambandinu sýnist svo. Farðu út að borða Reyndu að bjóða eins mörgum fjölmiðlamönnum út að borða eins fljótt og þú getur. Það mun ekki tryggja að verði farið betur með þig í blöðunum, en það er þín eina von um að fá smá frið þegar þú ert farinn að þorna á bak við eyrun í starfinu. Láttu fara mjög lítið fyrir þér Ekki fara til San Lorenzo til að borða - gerðu það heima hjá þér. Farðu á listasöfn ef þér leiðist, en ekki gera það daginn eftir að England tapar leik. Þú getur látið lítið fyrir þér fara í London ef þú vilt. Gefðu af þér Ég sagði Steve McClaren að reyna að koma brosi aftur á vör ensku þjóðarinnar með því að styrkja gott málefni. Fótboltinn snýst einvörðungu um peninga, en ef þú sést gefa eitthvað til baka, er smá von um að þú fáir gálgafrest þegar fer að gefa á bátinn. Ekki lesa blöðin Breskir fjölmiðlar eru þegar farnir að velta sér upp úr einkalífi þínu og til verða bókasöfn um það innan skamms - góðar og slæmar. Þegar kemur að einhverju slæmu, heldur pressan ekki aftur af sér. Ef England hefði komist á EM, myndu ristjórarnir sitja á ljótustu sögunum til að trufla ekki liðið, en vegna klúðurs forvera þíns, geturðu farið að hlakka til að lesa skítinn um þig. Veiðitímabilið er byrjað. Vertu þú sjálfur Ekki reyna að vera eitthvað sem þú ert ekki. Ekki láta knattspyrnusambandið segja þér fyrir verkum. Þú ert með svo góða ferilskrá að þú ættir að fá að ráða ferðinni sjálfur. Ef þú gerir það, geturðu í það minnsta sagt að þú hafir verið samkvæmur sjálfum þér þegar þeir reyna að gera út af við þig. Búðu þig undir það versta Þú ert á hraðbraut til helvítis. England getur ekki neitt af því ensku leikmennirnir eru einfaldlega ekki nógu góðir til að keppa við þá bestu. Kveðja, Max"
Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira