Innlent

Umferðarslysum fækkar á höfuðborgarsvæðinu

Umferðarslysum, í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur fækkað um tæplega 15 prósent síðan árið 2000, ef miðað er við fyrstu ellefu mánuði ársins. Árið 2000 voru slysin 997 en 848 í ár. Sé þetta reiknað miðað við 100 þúsund ökutæki er fækkunin enn meiri eða tæplega 44 prósent.

Þetta kemur fram í samantekt lögreglunnar á upplýsingum um umferðaróhöpp og umferðarslys sem tilkynnt voru í umdæminu á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2007. Í skýrslunni kemur hins vegar fram að umferðaróhöppum hefur fjölgað um tæplega níu prósent frá árinu 2000 eða úr 7.423 óhöppum árið 2000 í 8.198 óhöpp árið 2007.

Á sama tíma hefur ökutækjum á höfuðborgarsvæðinu hins vegar fjölgað um tæplega 51 prósent. Sé tekið tillit til þeirrar þróunar í fjölda umferðaróhappa kemur í ljós að tilkynntum óhöppum miðað við 100 þúsund ökutæki hefur fækkað um tæplega 27 prósent frá árinu 2000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×