Innlent

Mikið um umferðaróhöpp á Vestfjörðum

Aðfaranótt föstudagsins var bifreið ekið á hús í Hnífsdal. Bifreiðin skemmdist talsvert og einhverjar skemmdir urðu á klæðningu hússins. Ökumaðurinn var handtekinn vegna gruns um ölvun við akstur.

Um fimmleytið á föstudeginum fauk bifreið út af veginum um Hvílftarströnd í Önundarfirði. Bifreiðin valt og skemmdist talsvert en ökumaður slapp án teljandi meiðsla.

Á sunnudeginum var bifreið ekið á grjót á veginum um Súðavíkurhlíð. Bifreiðin skemmdist nokkuð og þurfti að flytja hana með kranabifreið af vettvangi. Engan sakaði við þetta óhapp. Til viðbótar þeim ökumanni, sem ók á húsið í Hnífsdal, voru tveir aðrir ökumenn teknir fyrir meinta ölvun við akstur um helgina, báðir á norðanverðum Vestfjörðum, segir í dagbók lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×