Innlent

Heildarafli íslenskra skipa eykst um 1,7 prósent í nóvember

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum nóvembermánuði var 1,7 prósentum meiri en í sama mánuði í fyrra samkvæmt tölum Hagstofunnar.

Alls nam aflinn rúmum 106 þúsund tonnum í nóvember í ár en hann var rúmlega 105.700 tonn í fyrra. Botnfiskafli jókst um tæplega 290 tonn frá nóvembermánuði 2006 og nam tæpum 36 þúsund tonnum. Þorskafli dróst saman um rúmlega 3.700 tonn og karfaaflinn um tæplega 430 tonn. Ýsuaflinn jókst hins vegar um rúmlega fjögur þúsund tonn.

Afli uppsjávartegunda nam tæpum 69 þúsund tonnum og var eingöngu síld. Það sem af er árinu hefur fiskaflinn dregist saman um 4,4 prósent á föstu verði miðað við sama tímabil 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×