Innlent

Íslendingar taka upp stjórnmálasamband við Tonga

George Tupou V er konungur Tonga.
George Tupou V er konungur Tonga.

Íslendingar hafa tekið upp stjórnmálasamband við Tonga, eina konungsríkið í Eyjaálfu.

Fastafulltrúar ríkjanna tveggja hjá Sameinuðu þjóðunum undirrituðu yfirlýsingu þess efnis á föstudaginn var. Eyjarnar sem tilheyra Tonga eru 169 talsins, þar af 36 byggðar, og eru þær um 750 ferkílómetrar samtals eftir því sem segir á vef utanríkisráðuneytisins. Íbúar Tonga eru ríflega 100 þúsund og að minnsta kosti jafnmargir eru búsettir erlendis. Fastafulltrúarnir ræddu á fundi sínum möguleika á samstarfi ríkjanna, fyrst og fremst á sviði sjávarútvegs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×