Innlent

Dómsmálaráðherra ekki á móti áformum utanríkisráðherra

MYND: Eyjan

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra hefur kynnt trúnaðarmönnum þingflokkanna frumvarp til laga um öryggisþjónustu ríkisins . Á fréttavefnum Eyjunni er fullyrt að úr skýrslu sem ráðherrann lagði fyrir starfshóp um hættumat komi glögglega fram andstaða ráðherrans við áform utanríkisráðherra um að stofna sérstakra stofnun um rekstur ratsjárkerfisins. Björn Bjarnason sagði í samtali við Fréttastofu í dag að þetta væri spuni í Eyju-mönnum. Hið rétta sé að Ratsjárstofnun muni senda boð til samhæfingarstöðvarinnar í Skógarhlíð sem síðan geti unnið úr þeim. Hann sé ekki á móti áformum utanríkisráðherra.

Frétt Eyjunnar um málið




Fleiri fréttir

Sjá meira


×