Innlent

Kalli Bjarni dæmdur í 2 ára fangelsi

Karl Bjarni Guðmundsson hlaut tveggja ára dóm í gær fyrir fíkniefnainnflutning.
Karl Bjarni Guðmundsson hlaut tveggja ára dóm í gær fyrir fíkniefnainnflutning.

Idolstjarnan Karl Bjarni Guðmundsson var í gær dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa reynt að smygla tæpum tveimur kílóum af kókaíni til landsins í byrjun júní. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Karls Bjarna, staðfesti þetta í morgun og sagði Karl Bjarna ætla að una dómnum.

Karl Bjarni játaði fyrir dómi að hafa reynt að smygla fíkniefnunum en sagðist aðeins hafa verið burðardýr. Hann vildi ekki gefa upp nöfn þeirra sem stóðu á bak við smyglið þar sem hann óttaðist afleiðingar þess. Lögmaður Karls Bjarna sagði í samtali við fréttastofu að dómurinn væri í samræmi við nýlegan dóm Hæstaréttar þar sem stúlka sem tekin var með tvö kíló af kókaíni í Leifsstöð fékk tveggja ára dóm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×