Innlent

Stúfur veðurtepptur og komst ekki á Þjóðminjasafnið

Jólasveinnin Stúfur varð veðurtepptur í dag og komst ekki á Þjóðminjasafnið í dag eins og til stóð. Í tilkynningu frá safninu segir að Stúfur sé heldur lágur til hnésins og reyndist honum um megn að berjast áfram í óveðrinu.

Honum þykir þetta mjög leitt og biður að heilsa börnunum sem ætluðu að hitta hann í Þjóðminjasafninu í dag. Hann mun hins vegar heimsækja safnið klukkan ellefu á morgun ásamt bróður sínum Þvörusleiki, það er að segja ef veður leyfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×