Innlent

Foreldrar hvattir til að sækja börn sín á Suðurnesjum

Lögreglan á Suðurnesjum og skólayfirvöld í Reykjanesbæ hvetja foreldra þar í bæ til að sækja á börn sín í skólann við fyrsta tækifæri. Foreldrar verða að koma inn í skólann og sækja börn sín. Þeim verður ekki hleypt út í óveðrið án fylgdar fullorðinna.

Sama á við Grindavíkurskóla og Stóru-Vogaskóla í Vogum. Í Gerðaskóla í Garði er nokkur fjöldi barna í skólanum og hafa skólayfirvöld þar rætt við foreldra barnanna um að sækja þau.

Öllu skólahaldi var aflýst í Sandgerðisskóla í morgun og eru öll börnin sem mættu í skólann í morgun komin aftur til síns heima. Reykjanesbraut er ekki ferðafær.

Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar tekur skýrt fram að engin börn verði send heim án fylgdar. Sumum henti að sækja börnin strax, öðrum í hádeginu. Enginn akstur verður enn fremur í dag í frístund.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×